SV-kjördæmi stærsta kjördæmi landsins

Þetta er nú svolítið undarlegt að láta ráðherra fara úr ríkistjórn sem er þingmaður og oddviti flokksins í stærsta kjördæmi landsins. Og hinn ráðherra flokksins í SV-kjördæmi kominn á steypirinn og verður að fara sinna ungviðinu.

Svo sniðgengur Sjálfstæðisflokkurinn SV- kjördæmi algerlega í málefnum sem varða jöfnun atkvæðisréttar (kjósendur í SV með helmingi minni atkvæðisrétt en í NV-kjördæmi), með sérstakri tillögu á landsfundi  um að eig skuli atkvæðisrétturinn lagfærður.

Það er undarlegt fólk sem býr þarna í þéttbýlasta og fjöllmennasta kjördæmi landsins, ef það lætur þetta yfir sig ganga hávaðalaust.

Að vera utangarðsfólk í stjórnmálum landsins í eigin heimabyggð.


mbl.is Kristján og Sigmundur á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

í næstu þingkosningum verða 8 þingmenn í nv kjördæmi en ekki 9 eins og er núna. þá verður búið að flytja tvo þingmenn úr nv kjördæmi til sv kjördæmis. þegar atkvæða munur verður eins og þú lýsir honum þá færist þingmaður til. það verða því hvað, 14 eða 15 þingmenn í sv kjördæmi í næstu kosningum? er ekki ágætt að kynna sér málið áður en menn fullyrða? þetta stendur jú mjög skýrt í lögum og stjórnarskrá um kjördæma skipan.

Fannar frá Rifi, 30.12.2011 kl. 22:06

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ef atkvæðavægi væri rétt ættu þing menn í NV-kjördæmi að vera 6 en eru 9 og þingmenn í SV-kjördæmi að vera 16 en eru 12.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 30.12.2011 kl. 22:38

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef tekjur þjóðarinnar væri skipt niður til þeirra sem búa þær til væri mörgum sinnum meira veitt til NV kjördæmis en gert er. þarna er því kjördæmi sem er með hlutfallslega marga þingmenn en á móti aflar hver íbúi mörgum sinnum meiri tekjur fyrir þjóðarbúið og þá sérstaklega gjaldeyristekjur sem nýtast kaupmönnunum sem vilja kaupa vörur í allar verslanirnar sínar í SV kjördæmi. er það sanngjarnt? afhverju ætti ekki bara allur gjaldeyririnn og skattatekjurnar sem ríkið fær úr NV kjördæmi að renna beint þangað? það ætti að vera þannig ef það "væri rétt".

Fannar frá Rifi, 31.12.2011 kl. 00:18

4 identicon

Fannar, athyglisvert innlegg. Hefuru nokkuð frekari upplýsingar um hvernig framleiðsla þjóðarteknana skiptist á landið?

Elfar Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 02:49

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er nú örðugt að útskýra lýðræðið fyrir Fannari frá Rifi þar sem hann er með það, að því er virðist með ranghugmyndir um atkvæðisrétt til kosninga til Alþingis í Lýðveldinu Ísland og hver undirstaða þess er.

Einu sinni voru konur ekki með atkvæðisrétt. Ætli það hafi verið vegna þess að karlar stunduðu sjóinn en konur fóru ekki á sjó? Þá hefði Fannar frá Rifi verið kátur.

Einu sinni var kosningaréttur bundin við fasteign. Þeir sem áttu fasteign höfðu atkvæðisrétt en hinir ekki. Þá hefði Fannar frá Rifi verið kátur

Á atkvæðisrétturinn að vera  tengdur við persónur, eða kannski  kíló af þorski eða hestburði af heyi, grassprettu eða árferði?

Ef nota ætti hugmyndafræði Fannars frá Rifi mætti alveg eins segja að tengja ætti atkvæðisréttinn við fjölda lækninsverka eða umönnun eldriborgara.

Hitt er rétt að atkvæðisréttur í hlutafélögum er tengdur við hlutdeild við fjármagnseign en Lýðveldið Ísland er ekki hlutafélag.

Mér rennur til rifja framsetning Fannars frá Rifi á lýðræðishugtakinu.

Allir hafa jafnan atkvæðisrétt til kosninga til embættis Forseta Íslands.

Það að tekjur myndast ákveðnum svæðu svo sem í sjávarútvegi orkuvinnslu, og stóriðju er ekki endilega afrek þeirra sem eru þar er þá stundina þó vinnuframlag þeirra sé mikilvægt. Hvað um alla verkfræðingana, tæknimennina stræðfræðingana o.s.frv. til að þróa tæknina.

Ég vona nú að Fannar frá Rifi fari að skilja lýðræðishugtakið annars verður hann að fara á námskeið.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 31.12.2011 kl. 07:19

6 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

http://vifill.vesturland.is/Vifill RSP 1 2005.pdf

Reykjavík eyðir 75% af öllum skatttekjum en aflar aðeins 42%

Með gjaldeirismálin, þá er ekki til samansettar tölur en inná hagstofunni má finnaútflutningstölur. Sjáfarútvegurinn, áliðnaðurinn og landbúnaðurinn standa að 80% af útflutningnum. Sjáfarútvegurinn er með 15% Reykjavík og 85% landsbyggðin. Landbúnaðurinn er með 100% út á landi og áliðnaðurinn er með 75% út á landi. Milli þessara 3ja er sjáfgarútvegurinn með 45% áliðnaðurinn 35% og landbúnaðurinn 20%. 84% af veigamesta Iðnaðinum kemur utan að landi. Fannar, þetta ætti að útskýra sitt hvað fyrir þér.

Þorstenn, hvernig er þessu háttað annarstaðar, td bretlandi http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=5241

www.arionbanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=24714

Brynjar Þór Guðmundsson, 31.12.2011 kl. 09:46

7 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er hvergi talað um þá í stjórnarskrá að atkvæðisréttur til kosninga til Alþingis eigi að vera tengdur hagsmunum svo sem fjárhagslegum eða tekjutengdum.

Það er heldur ekki talað um það að atkvæðisrétturinn sé tengdur atgervi, líkamlegu eða andlegu. Engin próf eru áskilinn.

Menn sem liggja á banabeði hafa sama atkvæðisrétt og fullhraustir.

Þannig að umræða um að tengja atkvæðisrétti einhverju öðru en stendur í stjórnarskrá er ekki fær miðað við núverandi stjórnarskrá.

Við værum þá að ræða um allt annað þjóðskipulag.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 31.12.2011 kl. 10:08

8 identicon

Skemmtilegur pappír, en þú ættir að hafa lesið hann sjálfur áður en þú lætur hann hingað sem sönnun á máli þínu.

Ef þú lest textan fyrir neðan súluritið á bls 12 þá kemur í ljós að höfundurinn er að reyna segja eftirfarandi.

Reykjavík + Reykjanes borga 73% af öllum tekjuskatt á Íslandi

85% af öllum ríkisstarfsmönnum eiga heima í Reykjavík eða Reykjanesi.

Og áður en farið er að rífast um ríkisbáknið þá eru reyndar bara um 18.200 stöðugildi hjá ríkinu eða um 10% af íbúafjölda Reykjavíkur + Reykjanes

Elfar Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 13:59

9 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Reykjavík + Reykjanes borga 73% af öllum tekjuskatt á Íslandi" Síðast þegar ég vissi þá var reykjanesið hluti af Landsbyggðinni og er talið sem slígt. Reyndar er þetta tekið saman áður en varnaliðið fór.

Þorsteinn, Hvernig fór stjórnlagakosningin? Hvað fékk A) svæðið frá borganesi til siglufjarðar marga þingmenn og B) svæðið frá kópaskeri til selfoss? Ertu með öðrum orðum að segja að fólk út á landi eigi ekki rétt á að hafa málsvara inn á þingi? Þeir þingmenn sem sitja inn á þingi fyrir höfuðborgarsvæðið skilja td ekki hvernig lélegar vegasamgöngur á vestfjörðum, austfjörðum og tröllaskaga er og fæstir átta sig á því að það er ekki búið koma neti fyrir í öllum bæjum út á landi. Hvað ætli margir af 101 þingmönnunum átti sig á því hversu mikilvægur jeppinn sé þegar snjórinn hrúast niður. Þetta fólk hefur enga tengingu við fólkið út á landi og ef allir þingmenn "landsins" koma úr 101.

Brynjar Þór Guðmundsson, 31.12.2011 kl. 21:44

10 identicon

Ég setti þetta bara svona fram þar sem mér fannst einkennilegt að ritgerðin tók þessi 3 svæði fram í staðin fyrir eingöngu Reykjavíkur svæðið og landsbyggðina. Mér fannst það líka við hæfi vegna þess hversu mikið af fólki sem býr á Reykjanesi, Selfossi og Akranesi sækir vinnu til Reykjavíkur svæðisins.

Ég held ég þekki engan sem er nógu rang þenkjandi að stinga upp á því að minnka vægi landsbygðarinnar á þingi. Við viljum bara að atkvæði okkar sé jafns mikils virði og atkvæði allra annara.

Helsta vandamál höfuðborgarsvæðisins eins og ég sé það reyndar er að svo mikið af leiðtogum stjórnmálaflokkana eru frá Reykjavík og vilja ekki beyta sér fyrir málefnum svæðisins af ótta við það að styggja landsbyggðina.

Elfar Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 01:03

11 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Brynjar Þór. Skoðanir mínar um jafnan atkvæðisrétt liggja fyrir hér á bloggsíðu minni.

Það vantar nýja brú á Leirvogsá og brýna nauðsyn er að efla samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þær hafa setið á hakanum.

Það er víðar fólk en á landsbyggðinni.

Ég hef aldrei sagt að fólk á landsbyggðinni ætti ekki að hafa rétt á að hafa málsvara á þingi. Þver á móti tel ég að landið eigi að skiptast upp kjördæmi.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.1.2012 kl. 02:26

12 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Þorsteinn, Mín skoðunn er sú að kjördæmi landsbyggðarinnar sé allt of stór og mikil hætta á að menn frá heilu byggðarlögunum komist ekki inn.

 "Það er víðar fólk en á landsbyggðinni." þetta er skondið því margir Reykvíkingar líta svo á að það sé ekkert fyrir utan Mosfelssbæ.En að samgöngur hafi setið á hakanum á suðvesturhorninu, það get ég ekki tekið undir. Verkefnin eru stærri á Austfjörðunum, Vesfjörðunum og Tröllaskaga td en í Reykjavík. Þar þarf ekki að bora göng til að tengja saman bægjarhluta en hins vegar eru umferðarmannvirkin á höfuðborgarsvæðinu langt á undan landsbyggðinni og fátt sem er eftir sem nokkru nemur. Forgangsröðun(að mínu mati) á að miðast við að, A) Taka út hættulega vegkafla, B) Rjúfa einangrun C) bæta samgang D) Spara peninga(td vegna snjóa/snjóflóða, koma bundnu slitlagi og spara viðhaldskosnað og fleira í þeim dúr) E)stytta vegalengdir umtalsvert og forgangsraða í þessari röð. Hvar fellur brú yfir Leirvogs á hér en leiðréttu mig ef ég fer með rangt mál en er Leirvogsá ekki áin sem er á milli Kjalarness og mosfellbæar og hefur 4ra akreina brú yfir sig og nokkrar tvíbreiðar upp í Mosfellssveit?

 Ekki veit ég hvað vívill karlsson var að hugsa þegar hann tók þetta til en auðvitað hefði hann átta að taka öll byggðarlög inn í. Reyndar ætti hann(að mínu mati) að gera þetta aftur en einnig er komið álver á austfirðina.

Brynjar Þór Guðmundsson, 1.1.2012 kl. 10:01

13 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Brynjar Þór, margir landsbyggðarmenn halda að það sé ekkert til nema landsbyggðin og hún sé upphaf og endir alls.

Þingmenn landbyggðarinnar hafa engan skilning á þörfum höfuborgarsvæðisins fyrir bættum samgöngum og grafa sig niður í sínum kjördæmum og sjá samgöngumálefni út frá þröngu sjónarhorni.

Að komast úr vestur bæ Reykjavíkur og út úr borginni er meiri háttar mál og allstaðar flöskuhálsar. Einbreiðar akreinar út úr Reykjavík, endalausar tafir og 10 eða 20 hringtorg út út borginni

Leirvogsbrú  í Mosfellsbæ er einbreið með einni akrein í sitthvora áttin. Stórhættuleg. Endalausar bílaraðir út úr höfuðborgarsvæðinu.

Sundabraut situr á hakanum. Vantar brú yfir Kollafjörð.

Suðurstrandarvegur hefur setið á hakanum í áratugi. Ekki hægt að komast frá Suðurnesjum á Suðurland nema fara inn ú Hafnarfjörð og svo Hellisheið. Suðurstrandarvegur hefur verið koppagötur í áratugi en er nú fyrst að sjást einhverjar framfarir þar.

Svokallaður Hlíðarfótur situr á hakanum, vegur meðfram Öskjuhlíð í Kópavog. Vantar  fjögurraakrein í göngum undir Kópavogsháls á leið í Hafnarfjörð og Suðurnes.

Efla þarf almnningssamgöngur og raflestir á höfuðborgarsvæðinu.

Þungaflutningar eru að eyðileggja þjóðveg 1 vegna þess að hann ber þessa þungaflutninga ekki og er í raun ekki hannaður fyrir þá. Í raun óskiljanlegt að almennri umferð og þungaflutningu sé blandað saman á einbreiðum vegu eins og þekkist hér á landi.

Sjóflutningar voru aflagðir sem ég held að hafi verið mistök.

Ekki meir að sinn. Kv. ÞHG

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.1.2012 kl. 12:57

14 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Efla þarf almnningssamgöngur og raflestir á höfuðborgarsvæðinu." Íbúar höfuðborgarsvæðisinns nýta ekki það sem er þegar í boði, 9 af hverjum 10 strædóum ganga tómir, til hvers að bæta tómum raflestum þar við? Þessar (fjandans) raflestir hafa komið upp í hvert seinn sem umræður hafa komið fram um lagningu lesta hringinn og hefur umræðan verið að láta þær bera frakt og fólk og fá þannig þungaflutninga af þjóðveginum. Áætlaður kosnaður ef mið er tekið af SVT, DBS og S-tog þá er kosnaðurinn 3-5 miljónir krónna per km(fyrir utan landakaup, lestastöðvar og lestir).

"10 eða 20 hringtorg út út borginni" skipulagsvaldið er sveitafélagana og þar situr það. Hvernig hefur það áhrif á landsmálin?

 "Suðurstrandarvegur hefur setið á hakanum í áratugi." Suðurstrandarvegur (grindavík- þorlákshöfn)hefur verið kláraður að mestu, man ekki hvor það sé eitthvað eftir en það var gert í áföngum svo það þyrfti ekki að bjóða hann út á EES.

Sundabraut  kostar áætlaðar 22-30 miljarða. Fyrir þann pening má gera 3-6 göng til eyja, bora alla vestfirðina eða alla austfirðina tvisvar. Sundabraut er ekki hægt að rétlæta með nokkru móti þar sem ekkert eftirfarandi á við; A) Taka út hættulega vegkafla, B) Rjúfa einangrun C) bæta samgang D) Spara peninga,E)stytta vegalengdir umtalsvert

" Leirvogsbrú  í Mosfellsbæ er einbreið með einni akrein í sitthvora áttin." út a landi eru hundruðir brúa sem eru einbreiðar yfir höfuð. MilliBlönduós og Skagastrandar er ein sem er eftir krappa beygju öðrumegin og hefur blindhæð hinumegin og því þurfa ökumenn að giska á hvort bíll sé hinumegin eða ekki.

"Að komast úr vestur bæ Reykjavíkur og út úr borginni er meiri háttar mál og allstaðar flöskuhálsar." Tafirnar eru oftast yfir háanatíma.Ef tollhliðið við hvalfjarðargöng verða tekin þá léttist á umferðinni þar ogþrefalt fleiri bílar komast þar í gegn á hverri klukkustund og það er unnið að því að tvöfalda á suðurlandsbraut

"Vantar  fjögurraakrein í göngum undir Kópavogsháls á leið í Hafnarfjörð og Suðurnes." Skora á þig að fara þoskafjörð eða að fara austfirðina að vetri til

Það er í raun engin vegaframkvæmdir í Reykjavík sem einhverju máli skriftir eftir á höfuðborgarsvæðinu. Suðvesturhornið er eitt stórt skipulagsslys en það hefur ekkert með kjördæmin að gera. 

Brynjar Þór Guðmundsson, 1.1.2012 kl. 16:19

15 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Brynjar Þór þú ferð með rangt mál í flestum greinu.

1. Flestar leiðir Strætó eru sneysafullar á álagstímum. Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala og staðhæfir eitthvað út í loftið. Strætó b.s flytur 9.5 milljónir farþega á ári ( innstig).

2. Þjóðvegur 1 er frá Seltjarnanesi og í geng um Reykjavík og Mosfellsbæ og Vegagerð ríkisins ber ábyrgð á þeim mannvirkjum og velur ódýrasta kostinn þ.e. hringtorg. En þyrfti að vera hraðbraut út úr Reykjaví með brúm.

3.Suðurstrandavegur er nú fyrst árið 2012  að koma inn sem samgöngubót.

4. Yfir Leirvogsbrú er mest umferð og ætti því fyrir löngu að vera búð að gera endurbætur á henni.

5. Umferðarmagn um Kópavogsháls er meiri en um einhverjar heiðar fyrir austan og vestan.

6. Sundabraut er afar nauðsynleg og þörf framkvæmd, en borun gangna þar er víst óraunhæf vegna þess að bergið er of lélegt. Þess vegna verður að fara brúarleiðin að því að mér skilst. Sundabraut mundi létta á umferð um núverandi Vesturlandsveg.

6-100. Upphafleg færsla snérist um atkvæðisrétt og jöfnun hans. Það er mjög brýnt að það mál gangi eftir svo valdahlutföll í þjóðfélaginu séu rétt svo ekki sé verið að sóa almannafé í óarðbærar samgöngur sem fáir fara og eru þjóðhagslega óhagkvæmar. Gæluverkefnum kjördæmapotara verði hætt.

Ekki sé ráðist í vitleysislegar framkvæmdir á landsbyggðini fyrir örfár hræður.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og eini ráherrann í fjöllmennasta kjördæmi landsins SV-kjördæmi vill að forgangsröðun verði breytt um vegaframkvæmdir og það er svo sannarlega kominn tími til þess.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.1.2012 kl. 19:07

16 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

1. Já, á álagstímum en nýtingin hefur verið almennt sögð af stætó 10%, gæti hafað batnað á síðasta ári

2. Ég sagði, skipulagsvaldið er sveitafélagana, ríkið borgar

3. Með öðrum orðum, lokið. Ég spyr aftur, hvernig kemur þessi vegur inn í baráttumál Reykvíkinga. Þetta tilheyrir Reykjanesinu þar fyrir utan

4. Leirvogsbrú annar svo gott sem umferðinni, þó ég sái ekkert athyglisvert við að hafa það meðfjórum akreinum þá eru brýnni verkefni td að útrýma einbreiðum brúm

5. Ég gekk á sínum tíma(2005-2006) í MK og bjó þá í Grafarvoginum, hvaða umferð ertu að tala um, ég fór þar í gegn klukkan 8 á hverjum degi og lenti aldrei í neinu sem kalla getur umferðarteppu en ég sá vegakerfið aldrei fullt. Fjöll eru stórkoslegur faratálmi, sérstaklega að vetri. Vetur varir að jafnaði 8-9 mánuði hér á Íslandi, það er lengur en háannatímin í umferðinni sem er 30 mín tvisvar á dag ,þers á milli er td Reykjanesbrautin næstum tóm, miklabrautin er alltaf einhver og kringlumýrabrautinni er traffík en aldrei full.Hinsvegar lokast vegir fyrir vestan og austan ætið í snjóum. 

 6." Sundabraut er afar nauðsynleg og þörf framkvæmd" eitt orð, sóun á peningum; A) Losnum ekki við slæman veg en gætum fengið einn í staðinn, B) Rífur ekki einangrun, C) Bætir ekki samgang af neinu ráði þar sem flestir höfuðborgarbúar þyrftu að leggja á sig krók til að komast þessa leið um myndi aðeins gagnast KR-ingum(ef þannig má að orði komast)D) sparar ekki peninga, og þar sem þetta er brú í miðju hafi mun salt og vindur leika þetta grátt og kosta meira í viðhaldi en allur sparnaður af þessu og má ekki gleimaað öfugt við bolungarvíkurgöngin td þá dettur ekki út vegkafli E) stytti 101 10-15 km en lengir fyrir alla aðra íbúa höfuðborgarsvæðið

6-100(ætti þa ekki að vera 7-100 fyrst þú ætlar að vera að fara svona fínt í það?) Barátta þeirra sem vilja "jafna" vægi atkvæða hefur snúist um að gera Ísland að einu kjördæmi og koma þannig í veg fyrir að raddir landsins heyrist inn á þing og þú tekur þátt í því, hvort sem þú veist eður ei.

"Ekki sé ráðist í vitleysislegar framkvæmdir á landsbyggðini fyrir örfár hræður." Ætti það ekki að vera baráttumál Jafnaðar manna að allir Íslendingar búi við jafnar samgöngur?(þ.a.s það sem ég nefni í 12 færslu)

Annað sem ég er ánægður með, að loksins kom rétt; þ.a.s.  fyrirsögnin er röng "

SV-kjördæmi stærsta kjördæmi landsins"

SV kjördæmið er nefnilega ekki það stærsta, NV-, SA og suður-kjördæmin eru öll 100 sinnum stærri þó að íbúafjöldinn sé ekki alveg sá sami. Ég skora aftur á þig að fara þorskafjörð eða að fara austfirðina að vetri til

Brynjar Þór Guðmundsson, 1.1.2012 kl. 21:10

17 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Margir landsbyggðarmenn ruglast á lénsveldisskipulagi og lýðræði. Telja að kosningar til Alþingis eigi að ráðast af landstærð.

Lénsveldi byggist á landsstærð en lýðræði á atkvæðisrétti borgaranna.

Þessi ruglingur veikir málflutning landsbyggðarmanna mjög og veldur því að smátt og smátt einangrast þeir og ná engri tengingu við fólkið sem vill að atkvæðisrétturinn tilheyri kjósandanum en ekki landstærð.

Á endanum standa þeir upp sem strandglópar og nátttröll í eigin umhverfi.

Ég held nú að allmennt sé nú stærsta kjördæmi talið það sem er fjölmennast.

En samkvæmt landafræðinni er það ekki svo.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.1.2012 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband