Skyndiupphlaup Sjálfstæðisflokksins

Þetta virðist vera einhverskonar skyndiupphlaup hjá sjálfstæðismönnum til að rugla þingheim.

Saksóknari Alþingis starfar eftir lögum um Landsdóm. Búið er að dómtaka málið og úrskurða að hluta í því, þar á meðal um frávísunarkröfu Geirs Haarde: Landsdómur úrskurðaði um frávísunarkröfu Geirs H. Haarde um að vísa ákæru saksóknara Alþingis frá Landsdómi.

Úrskurðurinn féll á þann veg að liðum 1.1 og 1.2 var vísað frá dómi.

Eftir stendur þá í málinu til efnislegrar umfjöllunar liðir 1.3 og 1.4, sem varðar meinta vanrækslu í stjórnarathöfnum ýmsum sem of langt mál er að þylja hér.

Einnig stendur liður 1.5, eftir; Fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbanka Íslands h.f. í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leita leiða til að stuðla að framgangi þess með virkri aðkomu ríkisvalds.

Þá stendur eftir liður 2, sem ákært er út af og er þar um  að ræða að ákærði hafi vanrækt að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og skylt er samkvæmt 17 gr. stjórnarskrár, sem svo er frekar líst í ákæruskjali.

Meginefni ákærunnar stendur.

Þingsályktunartillaga vísar ekki máli frá Landsdómi. Hvergi í lögum um Landsdóm er getið um hvernig eigi með að fara ef vilji er fyrir því að mál sé dregið út úr Landsdómi og ákæra felld niður.

Þess vegna yrði að breyta fyrst lögum um Landsdóm og fyrir því er tæplega þingvilji.

Ef eitthvað ætti að fara grauta í þessum málum þá yrði vitaskuld að fella öll mál niður hjá sérstökum saksóknara sem varða Hrunið.


mbl.is Birgitta: Stormur í vatnsglasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Malid er thingfest en ekki domtekid a tvi er mikill munur.

Omar Sigurdsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 14:42

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Glöggur ertu Ómar.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband