Nú er búið að gefa sameinuðum leiksskólum og grunnskólum ný nöfn en í fréttinni segir:
,,Sameinaður grunnskóli Borgaskóla og Engjaskóla fær nafnið Vættaskóli, enda stendur hann í næsta nágrenni við hinar friðlýstu Vættaborgir í næsta nágrenni skólanna. Þá fylgir nýju nafni ósk um að allar góðar vættir vaki yfir starfi hins sameinaða skóla. Starfsstöðvarnar tvær munu ganga undir nöfnunum Borgir og Engi".
Í Vættaborgum leynist huldufólk og álfafólk og allskonar vættir sem við sjáum ekki daglega og fólk verður að vera mjög snjallt til að greina hvort fólkið sé mennskt eða úr öðrum heimum, sem við kunnum ekki almennilega skil á.
Við slíkar rannsóknir getur verið gott að beita vasaljósi með þar til gerðum geisla til að sjá fólkið. Eins getur verið árangurrríkt að leiða tveggja vetra geit í kring um borgirnar og þá kemur huldu- og álfafólkið betur í ljós því það er hrifið af geitaosti.
Færsluhöfundur náði t.d. þessari mynd af álfkonu í Borgaskóla á sérstaka ljósnæm filmu á einni sekúndu og svo var álfkonan horfin og þotinn eitthvað að sýsla, eins og hendi væri veifað og sást ekki meir þá stundina.
Þeir sem lögðu til að Borgaskóli og Engjaskóli bæru nafnið Vættaskóli voru í stafrófsröð:
Áslaug Finnsdóttir, Hafdís Jóna Stefánsdóttir, Mikael Tal Grétarssson og Þorsteinn H. Gunnarsson.
Til hamingju Vættaskóli
Sameinaðir leikskólar fá nöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.12.2011 | 17:37 (breytt 25.6.2020 kl. 06:54) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 40
- Sl. sólarhring: 414
- Sl. viku: 841
- Frá upphafi: 570138
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 751
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.