Jón Bjarnason ráðherra hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna gerð nýs frumvarps um fisveiðistjórnunarmál.
Forsætisráðherra hefur eitthvað verið óánægður um vinnubrögð og seinagang í málinu og látið það í ljós og það hefur litið út eins og það væri Jóni einum að kenna.
Jón Bjarnason tók við sem sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra vorið 2009. Stefna ríkistjórnarinnar var svokölluð fyrningarleið í kvótamálum. Var skipuð nefnd til að gera tillögur að breytingum. Formaður Guðbjartur Hannesson og varaform. Björn V. Gíslason. Nefndin átti að skila áliti haustið 2009, en skilaði því seint haustið 2010.
Þá um haustið hélt Jón Bjarnason fjölmennan fund á Grand Hótel og var hvert sæti skipað og fór hann þar yfir málið. Ljóst var að mikill áhugi vara á málinu.
Að því loknu fór umfjöllun um málið og frumvarpssmíðin undir hóp sem áttu sæti þingmenn stjórnarflokkanna og síðar ráðherrar. Þingkonan Lilja Rafney Magnúsdóttir var í öllum þessum nefndum og þegar loks kom fram frumvarp til laga fyrir Alþingi og því var vísað til nefndar sem Lilja Rafney var í forustu fyrir. En einmitt þá fjóra mánuði sem þingkonan hafði málið á sinni könnu rykféll kvótafrumvarpið og það var ekki fyrr en nefndin lagði niður störf og skilaði af sér aftur til ráðuneytisins, sem formaður og varaformaður , þær Lilja Rafney og Ólína Þorvarðardóttir buðust til að semja nýtt frumvarp.
Hvað tafði þær frá því verki sumarlangt. Þegar svo málið kom aftur inn í sjávarútvegsráðuneytið í byrjun október var skipuð þverfaglegur starfshópur til að fara yfir málið út frá fyrirliggjandi gögnum.
Niðurstaða hópsins var kynnt í ríkisstjórn í lok nóvember eða réttum sjö vikum eftir að Lilja Rafney fráfarandi formaður sjávarútvegsnefndar skilaði málinu af sér til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.
Þannig að tafir á þessu máli hljóta að skrifast á marga og eins hitt að mjög erfitt verður að ná einhverri sátt um þetta mál.
Seinagangur málsins snýst ekki um ráðherrastóla eða hvaða ráðherrar verða reknir úr ríkistjórn fyrir engar sakir.
Málið snýst um stefnu ríkistjórnarinnar í sjávarútvegsmálum.
Allir ráðherrastólar undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.12.2011 | 21:46 (breytt kl. 22:53) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 573261
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Eftir höfðinu dansa limirnir". Þegar ekkert er í höfðinu nema froða (eins og í tilfelli Seingríms) er ekki furða að dansinn gangi illa.
Óskar Guðmundsson, 8.12.2011 kl. 02:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.