Atvikalýsing á framvindu byggingar Þorláksbúðar

Hjörleifur Stefánsson lýsir í bréfi til Katrínar Jakobsdóttur ýmsum meinbugum, annmörku og þverbrestum, vegna undirbúning og byggingar Þorláksbúðar. Setur hann fram m.a. 12 atriði sem orka meir en tvímælis um að undirbúningur og málatilbúnaður byggingarinnar sé lögmætur ef sannar reynast.

Ég leyfi mér að stikla á stóru um efnisatriði málsins eins og Hjörleifur setur þau fram í yfirlýsingu í verulega styttu máli;

Byggingarleyfi ekki fyrir hendi/ Kirkjuráð blekkt/ Sagt ósatt um samþykki höfundarrétta/ Fornleyfareglur sniðgengnar/ Teikningar lagðar fram og samþ. í nafni manns, sem ekki hannaði húsið/ Deiliskipulag heimilar ekki byggingu hússins/ Kirkjuráð sagt ósatt og blekkt í annað sinn.

Þetta eru býsna alvarlegir hlutir sem hafa átt sér stað í Skálholti, sérstaklega þar sem í máli þessu mætast hið Þjóðkirkjulega vald og svo hið veraldlega vald sem birtist í athöfnum þingmanns Sjálfstæðisflokksins Árna Johnsens formanns Þorláksbúðarfélagsins.

Þannig að þetta mál er að taka allt aðra stefnu og snúast um meir en klömbruhnausa, sniddur og torfstrengi og byggingarlist frá fornum tíma.

Það virðist vera farið að snúast um siðfræði og framkomu á nýrri öld.


mbl.is Segir af sér vegna Skálholts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt það sem ég hugsaði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2011 kl. 17:48

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Já svona virðast mál geta þróast. Í tóma steypu, þó allt eigi að vera úr torfi.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.11.2011 kl. 18:02

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Þetta mál fjallar um lögleysuþjóðfélag og sjúklegt sjálftökuþjóðfélag, sem ekkert virðist hafa lært í síðasta hruni.

Þorláksbúð var friðlýst árið 1927. Bannað er samkvæmt Þjóðminjalögum að byggja ofan á fornleifum, og sér i lagi ofan á friðlýstum minjum.

Málið er einfalt. Röng nefnd var að vinna í málinu. Forleifavernd Ríkisins framdi glæpinn, þegar forstöðumaður þeirrar stofnunar, Kristín Sigurðardóttir, sem greinilega heldur að hún stjórni ein ákvörðunum stofnunarinnar, en ekki lög, gaf leyfi til að ryðja yfir friðlýsingu.

FORNLEIFUR, 24.11.2011 kl. 19:49

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Fornleifur, ég var búin að sjá þetta hjá þér og furðaði mig á því hvernig stæði á því að það væri verið að byggja ofan á friðlýstum fornleifum.

Ég stóð í þeirri meiningu að ekki mætti raska friðlýstum minju.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.11.2011 kl. 20:05

5 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Ég minntist á það um daginn að Skálholtskirkja væri hönnunarslys auðvitað þrátt fyrir fegurð hússins og staðsetningu. Þorláksbúð var þarna á undan og átti auðvitað að taka tillit til þess við hönnun kirkjunnar að hún yrði einhver tímann endurbyggð. sjá:

http://gunnsithor.blog.is/blog/gunnsithor/entry/1193136

Gunnar Þór Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband