Kostir og gallar sameiningar

ReykjavíkÞað er svo sem allt í lagi að lista það upp hverjir eru kostir og gallar þess að sameina sveitarfélögin.

Reykvíkingar létu plata sig til að yfirtaka illa stadda hitaveitu á Akranesi allt upp í Deildartungu í Borgarfirði. Var það skynsamlegt?

Er ekki búið að yfirtaka heil ósköp af hitaveitukerfi sumarbústaða fyrir austan fjall. Hvað ávinnigur er af því?

Ef Seltjarnanes og Reykjavík mundu sameinast er hætt við að stofnvegakerfi sem Vegagerð ríkisins er með til Seltjarnaness og ber ábyrgð á legðist af og lenti á Reykvíkingum. Hitt er svo að vísu rétt að vissu marki margir hafa notið góðs af stærð Reykjavíkur. Seltyrningar hugsa t. d. lítið um gamalmennin. Þeir eiga ekkert dvalarheimili. Nokkur rúm upp á Eir. 

Skipulagsmálin yrðu ef til vill þægilegri viðfangs.

En- fyrst af öllu þarf að leiðrétta lýðræðishallan sem er í Reykjavík. Frá 1905 eru búnir að vera 15 kosnir fulltrúar í sveitarstjórn/borgarstjórn Reykjavík. Ef þetta er borið saman við fulltrúalýðræði í þéttbýli á norðurlöndunum ættu borgarfulltrúar í Reykjavík að vera 61 kjörinn.

Ég hef aldrei séð borgarfulltrúa í Reykjvík nema á myndum. Mér er til efs að þeir séu með viðtalstíma fyrir almenningi en þó kann það að vera. Ég hef ekki séð auglýsingu þess efnis.


mbl.is Vill sameina öll sveitarfélögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þakka bara mínum sæla fyrir að þeir eru ekki yfir 60 og allir með viðtalstíma. Ég er meira fyrir gæði en magn, enda mjög heppilegt að þurfa ekki að borga þessum 46 laun.

Það skiptir engu máli hvort það eru einhverjir viðtalstímar í gangi, meðan talað er fyrir daufum eyrum og viðtalið til einskis vegna þess að ráðamanninum er fjárans sama um þig og þitt væl. Hann vill bara þrauka af daginn og sleppa út á slaginu.

Myndir eða persónan sjálf, hvaða máli skiptir það þegar allt er í kyrrstöðu gagnvart okkur sem eigum að heita borgarar?

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.11.2011 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband