Dugleg þingkona

Þetta er slæmt slys og ég finn til með Siv. Sjálfur lenti ég eitt sinn að bráka fingur og missa í sundur afltaug. Þetta tekur nokkurn tíma að gróa. Ég segi stundu ef eitthvað kemur fyrir í mínu umhverfi, að það var gott að missa ekki höndina.

Siv er afar dugleg þingkona og málefnaleg í umræðum. Hún hefur mikinn kjörþokka, sem kallað er og er afar sannfærnadi ræðumaður svo að ég hef stundum verið kominn á fremsta hlunn með að ganga í Framsóknarflokkin en alltaf sagt á síðustu stundu, obb,obb, eins og Guðni hér um árið. En maður getur stundum leyft sér að vera áhrifagjarn svona þegar maður er að hlusta á þau í þinginu. En ég verð nú bara að halda mig við þetta blogg og halda sjálfstæði mínu eins og Bjartur í Sumarhúsum.

Siv er alltaf flott í tauinu og með glæsilegri konum í landinu, ég verða að segja það og er hálf feiminn við að segja það og læt konuna mína ekkert vita af því, en hún er nú líka glæsileg. En svona er nú lífið maður.

Ég vona bara að Siv nái sér sem fyrst. Lífið heldur alltaf áfram.


mbl.is Siv braut þrjá putta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband