Ég er á móti því að Kínverjinn fá að kaupa óskipulagt víðlent landsvæði. Hann má kaupa Perluna fyrir mér eða lóðir á skipulögðum svæðum, en ekki hrátt óskipulagt land. Alveg sama þó iðnaðarráðherra segi að við höfum nægjanlega sterkt lagaumhverfi til að ráða för. Það er bara ekki svo. Við ráðum varla við að stjórna landinu nú eins og er.
Ég hef ekki trú á að hann ætli að vera með hestaleigu þarna og svoleiðis eins og talað er um.
Þetta mun byrja með því að það verður farið að tala um flugvöll, svona til að bændur geti farið í leitarflug og þá munu bændur á Jökuldal uppveðarast og telja það mikla snilld. Síðan verður verkalýðsfélaginu boðið í veislu og farið að tala um eitthvað stærra og fyrr en varir verðum við búnir að missa þetta út úr höndunum á okkur og kominn stór flugvöllur þarna.
Kínverjum er brýn nauðsyn að ná fótfestu við Norður-Atlandshaf. Það hljóta allir að skilja. Þannig að þetta er stórpólitískt mál á Norður-Atlandshafi og varðar ekki okkur ein.
Ég er ekki á móti Kínverjum. Þeir eru iðjusamir og nægjusamir en hafa ekki smekk fyrir að menn hafi ríkar skoðanir. En þeir eru bestu menn eigi aðsíður.
Boðið að bæta við upplýsingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.10.2011 | 21:44 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 237
- Sl. sólarhring: 566
- Sl. viku: 1495
- Frá upphafi: 570801
Annað
- Innlit í dag: 220
- Innlit sl. viku: 1339
- Gestir í dag: 217
- IP-tölur í dag: 214
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða ofsóknarbrjálæði er þetta.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.10.2011 kl. 08:21
Það sýnir best móðursýkina í þessari færslu, það er flugvöllur á Grímsstöðum en ekki bændur í margra mílna radíus út frá Grímsstöðum. Bændur á Jökuldal leita ekki langt yfir skammt, þeir leita til Egilsstaða og hafa oft gert.
Þar hefur oftsinnis verið lent til að ná í sjúklinga eftir bílslys. Öldungarnir á síðasta bænum í heiðinni vilja losa sig út átthagafjötrunum.
Þeir sem blogga eins og hér að framan, eiga náttúrulega að setja saman hóp fjárfesta og kaupa jörðina til að fullnægja þeirri áráttu sinni og trú, að þetta "gósenland" skuli vera í eigu guðs útvaldra.
Benedikt V. Warén, 11.10.2011 kl. 09:09
Herflugvöllur? Nýtt Quntanamó fangelsi. Kínanýlenda? Sorphaugar fyrir úrgang?
Hvernig tengjast tveir síðustu utanríkisráðherrar þessum manni?
Þetta þarf allt saman að leiða fram í ítarlegri umræðu á móti dagsbrún nýrrar aldar eins og forsetinn segir, en hann er víst hlynntur þessum kaupum.
Ætla Íslendingar að láta taka sig aftur, aftan frá?
Eða verður þarna bara hestaleiga?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.10.2011 kl. 19:05
það verður ferðaþjónusta á svæðinu. hótel og annað slíkt.
ekki quntanamó fangelsi.
Sleggjan og Hvellurinn, 12.10.2011 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.