Maður er nefndur Högni Jensson. Hann var lausamaður í Svínavatnshreppi upp úr 1950 og gekk til rjúpna frá bæjunum Litladal, Stóradal og Syðri-Löngumýri í sömu sveit.
Ég var eitt sinn aðstoðarmaður hans og var þá 11-12 vetra. Alltaf hafði Högni rjúpu. Í minningunni var þetta svona 10-30 rjúpur á dag þegar viðraði. Rjúpnveiðitímabilið var frá 15. október til 22. desember.
Það undarlega við þetta var að alltaf var rjúpa á svæðinu. Fleiri menn gengu til rjúpna í sveitinni. Hygg ég að þarf hafi verið Svíndælingar og Bakásamenn.
Þegar ég horfi til baka finnst mér þetta merkilegt að alltaf hafi verið rjúpa á veiðisvæðinu fram undir jól.
Ég hef komið með þá kenningu fyrir sjálfan mig að á Auðkúluheiði var mikið um rjúpu sem menn áttu örðugt með að veiða vegna þess að vegaslóðarnir urðu fljótt ófærir og menn komust ekki til rjúpna þegar líða fór á. En þegar harnaði á heiðinni þá sótti rjúpan niður í bygg og fyllti í skarði þegar aðrar voru skotnar.
Eftir að samgöngur bötnuðu hafa menn almennt komist greiðara inn á hálendið og stráfellt rjúpuna á fáum dögum. Tvisvar hef ég farið ríðandi á Auðkúkuheið til rjúpna og var það meira gert til að upplifa það að vera við veiðar við þannig aðstæður. Svo er það líka léttara að bera sig um.
Ég hef aldrei verið magnveiðimaður. Veitt bara í jólamatinn og svoleiðis. Ég býst við að ég fari að taka upp þann háttinn við rjúpna spekúlasjónir að fara nota myndavélinna í stað byssunnar.
Veiði leyfð á 31 þúsund rjúpum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.10.2011 | 16:44 (breytt kl. 16:53) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 427
- Sl. sólarhring: 654
- Sl. viku: 1685
- Frá upphafi: 570991
Annað
- Innlit í dag: 393
- Innlit sl. viku: 1512
- Gestir í dag: 381
- IP-tölur í dag: 373
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ein skýringin sem gæti komið til greina er gríðarleg viðkoma minks um og eftir miðja öldina. Á þessum árum var ekki mikil reynsla að veiða mink sem breiddist mjög hratt út á þessum árum um land allt eins og engisprettufaraldur. Það voru helst „Sveitirnar milli sanda“ í Skaftafellssýslum einkum Öræfasveitar sem naut einangrunar vegna brúarleysis á þessum árum. Minkur komst fyrst austur fyrir Skaftársand eftir að brýrnar þar höfðu verið byggðar. Þar voru lengi vel engar mýs né rottur og því ekki þörf á köttum eins og á flestum bæjum þá.
Spurning er að rjúpnaveiðimenn safni ekki birkifræi til að drrifa á veiðislóð. Með því stuðla þeir að auknu fæðuframboði rjúpunnar og eins gæti vísir að dálitlum birkiskóg vaxið þar. Með því gætu veiðimenn stuðlað að auknum þrifum rjúpnastofnsins sem ekki veitir af. Rjúpan sækir í birkikjarrið, bæði til skjóls og til fæðuleitar.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.10.2011 kl. 17:46
Góð hugmynd þetta með birkifræin.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.10.2011 kl. 22:02
Ef söfnun birkifræs væri mikilsverður þáttur í undirbúningi veiðiferðar þá mætti reikna með auknu fæðuframboði fyrir rjúpuna.
Beint samband er milli fræðuframboðs og fjölgunar. Þannig er vitað að fálkinn verpir aðeins ef nægt fæðuframboð er. Ætli það sé nokkuð öðruvísi með rjúpuna?
Siðferðislega væru veiðimenn með betri samvisku að skila einhverju í náttúruna, ekki aðeins sækja í hana.
Endilega láttu berast áfram!
Góðar stundir!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 6.10.2011 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.