Vinstri-Grænir aðgætnir í fjármálum

Vinstri-Grænir virðast vera aðgætnir í fjármálum og eyða minna en aflað er. Það er prýðilegt.

Ægir Óskar bloggari hér í nágrenninu við mig segir að þetta sé stolið fé af almenningi. Hann hlýtur þá að standa við stóru orðin og kæra þennan rekstrarafgang til lögreglu. Staðaðreyndin er hinsvegar sú að stjórnmálaflokkar sem koma mönnum inn á Alþingi fá framlög til stjórnmálastarfs í gegn um fjárlög ríkisins, sem er löglegt. Á því fyrirkomulagi geta menn hins vegar haft mismunandi skoðanir.

Annar ágætur bloggari Óðinn Þórisssn vill að féið verði gefið til líknarmála en bloggarinn tjáir sig ekkert núna ástandi hjá Sjálfstæðisflokknum eða hvernig fjármálin þar er háttað. Hvort þeir eru búnir að greiða styrkina til baka. Voru þetta ekki eitthvað um 50 milljónir sem flokkurinn fékk í styrki ég man það ekki.

Þriðji bloggarinn sem ég man nú ekki hvað heitir leggur til að stofnendum verði greiddur út aðrður.

Vissulega er arður greiddur út þegar vel gengur en það á ekki við um stjórnmálaflokka, þá er frekar hugað að því að nota féið til að fá fleiri þingmenn í næstu kosningum.

Nú til dags er arður greiddur út hjá hlutafélögu bæði þegar vel gengur og illa og er það svo lítið kúnstugt reiknishald. Í kaupfélögunum var til kerfi þar sem átti að greiða arð út á arðmiða eftir því sem fólk verslaði við kaupfélagið. Venjulega fór þó arðurinn af starfsemi félaganna til viðkomandi byggðarlags til atvinnuþátttöku eða menningarstarfsemi. Var sem sagt kjurr þar sem hann varð til.


mbl.is Mikill hagnaður hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þeir eru samkvæmir sjálfum sér, eiga þeir að leggja til að þetta verði skattlagt upp í rjáfur, því enginn má eiga neitt.

haukur Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 17:56

2 identicon

Aðrar athugsemdir við þessa frétt eru harla fíflalegar og því léttir að sjá eina á skynsamlegum nótum. En fréttin segir auðvitað bara hálfan sannleika.  Í reikningunum er greint milli flokksskrifstofu og aðildarfélaga. Í aðildafélögunum var tap upp á tæpar 5 miljónir. Ástæðan er auðvitað sveitarstjórnarkosningarnar í fyrravor. Árið 2009 var hinsvegar tap hjá flokksskrifstofunni upp á rúmar 27 milljónir. Ástæðan var alþingiskosningarnar 2009. Sem betur fer tekst að öngla einhverju upp í kostnaðinn við kosningabaráttuna þau ár sem ekki eru kosningar.

Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 18:46

3 identicon

100% skatt á hagnaðinn hjá VG !

Neytandi (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband