Bændastétt er líftrygging þjóðar

GangnamaðurÞað er fagnaðarefni fyrir þjóðina að eiga greinda, velmenntaða og duglega bændastétt. Sauðfjárbændur sem eru vel ríðandi í göngum og atorkusamari við að draga fé í réttum en úr bönkum.

Landbúnaður getur aldrei orðið gróðaatvinnuvegur, það er misskilningur. Hann getur ekki borið mikinn fjármagnskostnað og takmarkaðan aðfangakostnað í vörum og þjónustu.

Aftur á móti er krafan um ódýr matvæli oft og tíðum óbilgjörn frá sjónarhóli bóndans en neytandinn miðar við sínar tekjur og umhverfi. En það er ekki sjálfgefið að allir hafi nóg að borða, bíta og brenna. Það blasir við víða í heiminum. 

Líta verður svo á að sá sem tekur til máls í opinberri umræðu um þjóðfélagsmál geri það á eigin forsendum en ekki sem starfmaður stofnunar en þó getur verið stundum örðugt að greina þar á milli.

Menntun manna er margvísleg og getur gagnast hlutaðeigandi vel í umræðum. Á Hvanneyri var það kennt að menn ættu ekki að tala um það sem þeir hefðu ekki vit á og er það orð að sönnu.

Bændur eiga ekki að vera viðkvæmir  fyrir umræðu um sín mál en draga fram málefnalegar staðreyndir. Þeir eiga rétt á svipuðum kjörum og aðrir þjóðfélagsmeðlimir, jafngildir.

Gamalt máltæki segir: ,, Það er ekki búmaður, sem ekki kann að berja sér" , og ,, Gamlir búmenn bila síst". En ég finn engan málshátt um hagfræðinga.Errm

 


mbl.is Þórólfur: Dæmir sig sjálft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þorsteinn, eitt er þó víst; búmaðurinn getur lifað án hagfræðingsins en hagfræðingurinn ekki án búmannsins.

Var þetta kannski vísir að hagfræðingamálshætti... ?

Kolbrún Hilmars, 24.8.2011 kl. 19:02

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Kolbrún, já ég held að þetta geti orðið vísir að málshætti.

Afur á móti er góður búmaður hagfræðingu þó hann sé ekki endilega meðvitaður um að hann sé hagfræðingur.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.8.2011 kl. 19:15

3 Smámynd: Birna Jensdóttir

Góður bóndi er allt af öllu.

Birna Jensdóttir, 25.8.2011 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband