Guðmundur Steingrímsson bauð sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum og náði kjöri sem alþingismaður.
Þegar hann var inntur efir tengslum sínum við kjördæmið sagði hann að afi sinn Hermann Jónasson og faðir Steingrímur Hermannsson hefðu verið alþingismenn á þessum slóðum. Auk þess ætti hann kærustu sem væri af Snæfellsnesinu og hann ætti hlut í sumarbústað í Borgarfirði.
Það er þekkt að stjórnmálahöfðingjar á Íslandi fara fjallvegi í erindagjörðum.
Þannig fór Gissur Þorvaldsson Kjöl þegar hann fór til stefnumóts við Sturlu Og Sighvað, og barðist á Örlygsstöðum í Skagafirði við þá feðga.
Kolbeinn Tumason fór úr Skagafirði Arnavatnsheiði þegar hann hugðist ná Þórði Kakala í Borgarfirði, en Kakalinn slapp yfir á Löngufjörum á Snæfellsnesi og sennilega vegna þess að það var orði hátt í álunum vegna sjávarfalla.
Guðmundur Steingrímsson fer Holtavörðuheiði suður og sennilega á jeppa. Ekkert endilega til að farga neinum, sérstaklega. Heldur vegna þess að það er svo mikið af atkvæðum í Suðvesturkjördæmi.
Líklegt er að atkvæðavægi verði jafnað fyrir næstu alþingiskosningar og þá eru laus 4 þingsæti í SVkjördæmi.
Þá er spurningin bar hverjir verða nógu fljótir til að mynda bandalög og hvað verður um Bestaflokknn.
Afleiðingar hrunsins eru að koma í ljós í stjórnmálalífinu og nú er bara spurningi hver er nógu fljótur að hlaupa inn á Alþingi en lítið spurt um málefni.
![]() |
Á ekki lengur heima í Framsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.8.2011 | 18:56 (breytt 24.3.2013 kl. 12:42) | Facebook
Myndaalbúm
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 578604
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar mér verður hugsað til þeirra, föður hans og afa þá held ég að hann hafi hlaupið á sig þegar hann minntist á þá.
Ég man þá báða vel. Og í samanburði við þá finnst mér hann vera eitthvað svo.....?
bara allslaus.
Árni Gunnarsson, 22.8.2011 kl. 19:31
Árni, það er nú mikið lausafylgi í landinu núna og hægt að spila á það.
Vonandi treðst engin undir í þessu kraðaki sem verður.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 22.8.2011 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.