Á Íslandi má hver tala við hvern, ef einhver vill hlusta. Stjórnarskráin mælir fyrir um það.
Hinsvegar eru málefni ríkisins feld í ákveðnar skorður og kallast það stjórnskipun.
Þannig geta hreppsnefndarmenn spjallað saman um málefni síns sveitarfélags og ályktað um þau og snúið sér til viðkomandi ráðuneytis um úrlausn mála.
Fram kemur í fréttinni að hr. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja hafi rætt við sendiherra Rússa á Íslandi hr. Andrey V. Tsyganov um málefni og siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafna og muni hann (sendiherrann) setja málið í farveg. Sendiherrann hefur sem sagt tekið við þessu erindi til meðferðar.
Þetta er nú svolítið skoplegt mál og hr. Elliða vorkunn þó hann leiti beint til sendiherrans þar sem íslenski utanríkisráðherran er aldrei heima. En vitaskuld er sendiherra Rússa rangstæður með þetta mál og hann hlýtur að gera sér grein fyrir því.
Leitar til Rússa vegna Landeyjahafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.7.2011 | 09:20 (breytt kl. 09:49) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það fellur sjálfsagt ekki í góðan jarðveg í Valhöll þegar menn bregða af trúnni og snúa sér í austur en ekki vestur.
Skondið mál.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.7.2011 kl. 09:38
Já það er enn þá skemmtilegra.
Sennilega er Elliði að vekja athygli á sér og ætlar í framboð til Alþingis.
Þannig að svona auglýsing er ókeypis fyrir hann og svo er hann orðinn sérstakur vinur Rússa.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 23.7.2011 kl. 09:44
Látum okkur detta í hug að hann sé jafnvel að þessu bara til þess að leita ráða með klúður sem virðist vera erfitt að laga.
Það hefði verið rétt að leita til utanríkisráðuneytisins með að koma samskiptunum á, en ég get ekki séð að það skipti nokkru máli.
Teitur Haraldsson, 23.7.2011 kl. 10:55
Teitur, það kom eldgos og Markarfljót hefur borið fram efni úr og það liggur fyrir er hlutu af þessum erfðleikum. Eldgos eru ekki klúður.
Það skiptir máli að boðleiðir séu réttar í stjórnkerfinu. Ég hef ekkert við það að athuga að Rússar aðstoði okkur í þessu máli.
Ég hef bent á leið til að efla Landeyjarhöfn og hún er sú að veita kvísl úr Markarfljóti í gegn um höfnina. Þetta er bara hugmynd og hana þarf að rannsaka.
Ég er alinn upp við jökulfljót og þekki nokkuð til hvernig framburður og færsla efnis á sér stað.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 23.7.2011 kl. 11:57
Sumir segja eldgos gerðist og þess vegna er þarna vandamál.
Aðrir segja gott að eldgos gerðis svo hægt sé að koma sökinni annað en þar sem hún liggur.
Ég þekki jökulfljuót ekkert og framburð enn minna, en ég hlusta á þá sem vita meira.
Teitur Haraldsson, 23.7.2011 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.