Gengu þeir þá hver fram fyrir annan Mýrdælingar og þökkuð Vegagerðinni með mörgum fögrum orðum fyrir liðveislu og atbeina við að brúa Múlakvísl. Töldu þeir að snöfurmannlega hafi að verki verið staðið. Ármenn björgunarsveita voru sérstaklega heiðraðir.
Að því búnu gengu þeir allir sem einn maður, ásamt með Skaftfellingum, upp á Dyrhólaey, ristu þar upp torf og gengu í fóstbræðralag. Styggðust þá fuglar mjög og flugu upp.
Höfðu ýmsir mætir menn uppi merk orð um að nú verði allar deilur lagðar til hliðar um smáatriði tengd ferðaþjónustu.
Var þá haldinn stórveisla að Höfðabrekku á vegum Ferðaþjónustunnar og voru haldnar langar ræður og mikið skálað. Stóð sú veisla lengi. Var þar sérstaklega ákveðið að stofna sérstakt Vatnafélag um gerð framtíðar mannvirkja um Múlakvísl.
Leið svo sumarið.
Fagna nýrri brú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.7.2011 | 17:28 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 757
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 691
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.