Af hverju eru Skagfirðingar eins og þeir eru; Félagslyndir, hestamenn, kvennamenn og söngmenn?
Heyrum hvað Páll V. G. Kolka segir um málið í bókinni Föðurtún bls.467:
,,Þrátt fyrir þá miklu blóðblöndun, sem orðið hefur milli Húnvetninga og Skagfirðinga á báðar hliðar, þá hefur mönnum alltaf verið ljós sá mikli munur, sem er á skaphöfn manna í þessum tveimur héruðum og varla verður útskýrður nema með áhrifum ytra umhverfis og sögulegra erfða. Meginhluti Skagafjarðar er ein samfelld breiða með þéttsettri og víða tvísettri bæjarröð beggja megin Héraðsvatna, auk byggðar í Hegranesi og Vallhólmi. Héraðsvötn, sem að vísu voru allmikill farartálmi á sumrum, eru hin æskilegasta samgönguleið og skeiðvöllur á vetrum. Þar voru því ytri skilyrði til samfunda og andlegs samneytis miklu betri en í Húnavatnsþingi, sem er skipt í nokkuð jafnstór byggðalög með strjálbýlli sveit og ógreiðri yfirferðar í miðju, Ásum. Í þéttbýli og margmenni nýtur sín betur en í strjálbýli allur ytri glæsilbragur, íburður í klæðaburði, borginmannleg framkoma, létt skap og skáldlegt flug, hvort sem það fer um háloftin eða fast með jörðu. Litklæði og góður vopnabúnaður lagðist af, en fljótur og fjörugur reiðhestur kom í þess stað sem merki ytri glæsimerki, jafnvel tilsýndar. Skagafjörður setti sitt mót á mennina. Fyrirmyndin þar varð glæsimennið, sem þeysti á fjörugum gæðingi og lét fljúga í hendingum".
Er þessi kenning héraðslæknis Húnvetninga ekki í fullu gildi og á vel við í dag.
Líf og fjör á landsmóti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.7.2011 | 18:10 (breytt 16.3.2014 kl. 19:07) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.