Mismunandi vertíðir

Síldarvertíð

Loðnuvertíð

Grásleppuvertíð

Vetrarvertíð

Ferðamannavertíð

Sauðburður

Heyannir 

Göngur og réttir

Sláturtíð

Skólasetning

Skólaslit

Eru ekki alltaf einhverjar vertíðir? Alltaf upphaf og endir.

Það er ekki hægt að fljúga með tómar vélar, bensínið er svo dýrt.

Svona var þetta með dilkakjötið og bændurnar. Það voru framleidd 15.000 tonn en seldust ekki nema 7.500 tonn. Það þýddi ekki að halda áfram að framleiða.

Þetta eru allt saman erfið mál og snerta hagsmuni margra. Það verða allir að laga sig að árstíðarbundnum sveiflum, framboði og eftirspurn.

Það er ekki hægt að búa til  eitthvað úr engu.


mbl.is 59 flugmönnum sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kennarar fá launað sumarfrí. Ég held það myndi heyrast hljóð úr horni ef þeim væri alltaf sagt upp yfir sumartímann bara af því það er engin kennsla á sumrin! Þeir sem sinna sauðburði á vorin sinna væntanlega öðrum bústörfum á öðrum árstímum. Flugmenn hafa fjárfest í menntun sinni fyrir háar fjárhæðir og varið mörgum árum í þjálfun. Þetta er engan veginn sambærilegt við einhvern sem ræður sig "á vertíð". Þessi flugmenn sem verið er að segja upp voru margir hverjir fastráðnir árið 2005! Þeir réðu sig ekki á vertíð, þeir eru fastráðnir enda verður Icelandair að segja þeim upp með 3ja mánaða fyrirvara.

Ólafía (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 22:58

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Kennarar voru ekki með laun á sumrin. Þeir fóru í sveiflujöfnun og skólinn var lengdur. Nú er samdráttur hjá sveitarfélögum og þau vilja stytta kennsluskylduna og minnka vinnu hjá kennurum.

Ég hef fullan skilning á þesum málum flugmanna, en því miður er ekki hægt að leggja þennan sveiflujöfnunarkostnað á farseðlana.

Ein af leiðunum hlýtur að vera að flugfélagið fái fleiri verkefni.  Ég hef bent á kostnað flugmann af námi sínu.

Uppsetningin á færslunni var til að benda þessar árstíðarbundnu sveiflur sem við búum við. Ekki til að hrekkja neinn.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.6.2011 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband