Oft taka stjórnmálamenn upp á því í erfiðum málum að fara tala um hliðarráðstafanir þegar allt er komið í flækju. Er þá oft og einatt farið að tala út og suður fram og aftur að þetta þurfi að gera en bara ekki nákvæmlega svona.
Nú hefur almenningi borist nokkrar fréttir um hliðarráðstafanir við Dyrhólaey, að vísu raunverulegar hliðarráðstafanir.
Hlið hafa verið sett niður á Dyrhólaey og hlið hafa verið tekinn upp á sama sólahringnum. Enginn veit hvað má og hvað má ekki. Allir eru í rétti.
Almenningur hefur skilið þessar hliðarráðstafanir, þannig væntanlega, að málið snerist um hagsmuni náttúruverndar og ferðaþjónustu og umferðarréttar, sem það gerir auðvitað.
En málið er dýpra og sýnist snúast um eignarhald og ekki eignarhald og hver á hvað og hvers er hvurs. Og hver má hafa hlið og hver má ekki hafa hlið. Ristarhlið eða vængjahlið.
En meðal annarra orða hver skyldi eiga gatið sem er á Dyrhólaey og djarfir menn hafa flogið í geng um? Veit einhver það? Þetta er sennilega í fyrsta skipti sem þarf að þinglýsa landsvæði bæði ofan og neðan.
Þinglýsa eignarhaldi á Dyrhólaey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.6.2011 | 16:24 (breytt kl. 16:42) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 761
- Frá upphafi: 566816
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 695
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegar athugasemdir við þennan farsa í annars friðsælli sveit. En, hvernig er það annars, þarf ekki að hafa afsal fyrir eign til að geta þinglýst henni sem eign sinni?
Spurt verður um eignarheimild. Hver er afsalsgjafinn í þessu tilviki?
Guðmundur Kjartansson, 19.6.2011 kl. 14:14
Á bloggi Reynis Ragnarssonar fv. lögregliþjóns segir í færslu um Dyrhólaey í athugasemdardálki um þessi eignartengsl:
,,Í þinglýsingarbókum er sagt að Austurhús eigi Dyrhólaey en Vesturhús hafi rétt á móti þeim til fuglatekju. Til Vesturhúsa teljast jarðirnar Garðakot, Vestri-Dyrhólar,-Litluhólar og Vatnskarðshólar. Núverandi eigendur að Dyrhólaey eru erfingjar Suðurvíkurbúsins, með um 49% eignarhlut en þeir eiga Loftsali og Dyrhólahjáleigu. Mýrdalshreppur á 51% vegna Eystri Dyrhóla. Mýrdalshreppur seldi síðar Eystri-Dyrhóla til Þorsteins Gunnarssonar á Vatnskarðshólum, en hélt þá eftir eignarhlut sínum í Dyrhólaey."
Sé rétt með farið þá á Mýrdalshreppur dágóðan hlut í Dyrhólaey.
Ég er að vísu ekki kunnugur á þessum slóðum, en heimamenn geta þá leiðrétt þetta eða lagt í púkkið um þetta málefni, svo öllu sé til haga haldið.
En það er viðbúið að dragi til tíðinda þegar þinglýsingin verði upplesin á dómþingi og væntanlega mótmælt þar ef viðkomandi hefur gögn eða heimildir til að byggja á.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.6.2011 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.