Sigmundur Ernir tæpur

Þegar umræða var uppi um að Sigmundur Ernir alþingismaður á Alþingi Íslendinga var talinn kenndur á þingfundi ritaði ég færslu um það mál og bar blak af þingmanninum og taldi að þetta gæti svo sem komið fyrir fólk þó það væri ekki heppilegt.

Nú get ég ekki alveg treyst honum lengur. Því miður.

Ég held að það væri góð vinnuregla til framtíðar litið að handhafar ákæruvalds í landsdómsmálum þ.e.a.s. alþingismenn haldi sig til hlés í umræðu um málið því afskiptum þeirra lauk við ályktun um málið og við tók dómsmeðferð.

Þó er ekkert í lögum sem meinar þeim að fjalla um málið en þetta væri svona praktískara.

En menn geta svo sem haldið áfram að vera glaðir og drjúgir yfir verkum sínum og atkvæðagreiðslum.


mbl.is Stoltur af mótatkvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fífl sem þessi maður er.  Hann hefði átt að halda sig við fréttamennskuna sem er hvort sem er úti á túni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2011 kl. 22:36

2 identicon

Ásathildur. Margur heldur mig sig. Það ert þú sem ert fífl....

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 22:55

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já er það Ómar?  þekkiru eitthvað til mín sem gefur þér þessa ástæðu til að álíta mig fífl?  Ég er nú ekki eins mikið í kastljósinu og Sigmundur Rúnar eða þannig.  Ég hef fylgst með honum í gegnum hans feril sem fréttamanns og núna sems þingmanns og mín ályktun er sú að hann standi nú ekki undir væntingum vægast sagt.  Annars geturðu sjálfur verið fífl mín vegna, það skiptir mig engu máli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2011 kl. 23:12

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Mitt álit er að Sigmundur Ernir sé að reyna að vera með einhverja taug eða línu til Sjálfstæðisflokksins ef hann félli útbyrðis.

Þetta er að verða algengt í stjórnmálum á Íslandi að vera með svona göngubrú. Sérstaklega er þetta áberandi hjá sumu  Samfylkingarfólki.

Svona leyniholur eins og mýs hafa, þegar þær eru hræddar við villikettina.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.6.2011 kl. 23:26

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Samfylkingin er ótrúlegt samansafn af allskonar fólki sem virðist hafa þá einu stefnu að ráða, sama hvaða ráðum er beitt, undirferli, svik, lygi eða bara að hreinlega halda kjafti þegar þau halda sig græða á því. Þau hafa sett pólitíkina ofan í flórinn, sjallar eru þó hreinræktaðir ofstækismenn og við vitum alveg hvar við höfufm þá, en reyniði að höndla sannleika samfylkingarinnar, það er ein og að SMALA KÖTTUM.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2011 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband