Forsetinn spámaður?

Gamalt máltæki segir að enginn er spámaður í eigin föðurlandi, Lúk. 4, 24

Nú virðist Ólafur forseti á Bessastöðum vera orðin spámaður í eigin föðurlandi.

Í fyrra þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa hafði hann að orði við erlenda fjölmiðla að þetta væri bara byrjunin. Og náttúrlega varð allt vitlaust.

Bændur hafa þurft margt að þola við búskap sinn. Mæðiveiki, fjárkláða, eldgos, riðuveiki og reglugerðarfargan úr landbúnaðarráðuneytinu. Tvö síðartöldu atriðin hefur færsluhöfundur reynt eigin skinni. 1996 var fjárhjörðin felld daginn fyrir sumardaginn fyrsta. Krafan var að fella alla hjörðina þó aðeins ein kind hefði orðið veik. Vatnsdælir bjuggu við riðuveiki í 100 ár og voru flestir bjargálna.

Engum datt í hug að riðubændur þyrftu áfallahjálp og stéttarsamtökin buðu ekki einu sinni í kaffi. Riðuniðurskurður tekur af einum degi og svo getur maður farið til útlanda á eftir.

Sú staða sem upp er nú vegna eldsgoss úr Grímsvötnum er miklu alvarlegri en menn gera sér grein fyrir. Sauðfé er flest komið á beit og allur gróður er ónýtur. Lömb villast undan ef þrengt er að fénu. Ær hætta að mjólka. Þetta er verra en að fá á sig stórhríð að hausti, því möguleiki er á að draga fé úr fönn. Ef fé flæmist í skurði við þessar aðstæður er það komið í ógöngur og getur verið erfitt að bjarga því. Svo eru það dýraverndarsjónarmiðin hvernig á að meta stöðuna ef hún er erfið. Síðan er það sálarstríð bændafólks hvað verður um þetta allt saman.

Svo er það ferðaþjónustan sem er alveg sér kapítuli og miklir hagsmunir og daglegt líf venjulegs fólks.

Samúð mín er svo sannarlega hjá þessu fólki.

Það þarf að fara huga að svæðaskipulagi vegna sauðfjárframleiðslu og gera hana álitlega á svæðum svo sem Vestfjörðum og Húnavatnssýslum þar sem gnægð er góðra bithaga. Vestfirðir hýstu í eina tíð um 30 þúsund mans.


mbl.is Gosmökkurinn í 5-7 km hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband