Í atvinnurekstri er stundum talað um það að þessi eða hinn sé að éta upp afskriftirnar. Rekstrarreikningur fyrirtækja saman stendur af tekjum fyrir selda vöru og þjónustu og gjöldum. Gjaldahliðin getur verið margbreytileg svo sem laun, aðföng, obinbergjöld og afskriftir eða fyrning véla og fasteigna og svo hagnaður eða tap. Sá sem getur ekki lagt fyrir afskriftirnar getur aldrei endurnýjað búnað sinn eða fasteign. Hann gengur á hag sinn.
Þetta er svolítið þreytandi umræða um Landsvirkjun. Fyrirtækið virðist aldrei eiga aur fyrir neinu og alltaf vera á snöpum eftir lánum. Þó er t.d elsta virkjunin, Búrfellsvirkjun búin að starfa í 44 ár. Eitthvað gull er hún búin að mala. Hvert fóru afskriftirnar?
Árið 1967 starfaði ég við byggingu Búrfellsvirkjunar. Við vorum fjórir eða fimm sem unnum við það verkefni að slá upp og steypa súluna sem deilir vatni úr aðalgöngunum niður á aflvélarnar. Félagar mínir voru mér minnistæðir Kristján Þorsteinsson frá Blönduósi og Georg Sigurvaldason frá Eldjárnstöðum. Einnig vorum við ásamt öðrum við að steypa í kring rörinn sem vatni fossaði um til aflavélanna.
Svo var haldi áfram að virkja upp eftir Þjórsá en aldrei virðist Landsvirkjun eiga pening. Alltaf að slá lán. Þetta er stórfurðulegt. Þetta er verðugt verkefni fyrir ötula hagfræðinga að velta fyrir sér og upplýsa.
Í minni sveit, Svínavatnshreppi, lánuðu gamlir menn búnaðarfélaginu peninga ef það þurfti að kaupa traktor og jarðvinnsluverkfæri.
Lánshæfi Landsvirkjunar lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.5.2011 | 20:21 (breytt kl. 20:21) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 49
- Sl. sólarhring: 481
- Sl. viku: 1307
- Frá upphafi: 570613
Annað
- Innlit í dag: 43
- Innlit sl. viku: 1162
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.