Karlakór Kjalnesinga hélt vortónleika 7. maí s.l. í Langholtskirkju. Jafnframt er þetta ár afmælisár kórsins en hann er 20 ára um þessar mundir. Söngstjóri kórsins frá upphafi er Páll Helgason sem lætur nú af störfum og vóru karlakórsmenn að kveðja þennan frumkvöðul og samherja í söngnum.
Efnisskráin var þekkt íslensk lög. Þetta var dúndur góður söngur. Afburða gott jafnvægi í röddum og kórinn var eins og hljóðfæri í höndum Páls. Maður fann það þegar þeir byrjuðu að syngja Kvöldið er fagurt, hvernig öll veröldin leið inn í kvöldið hægt og mjúklega eins og maður væri með yngismey í fanginu.
Svo þegar þeir sungu Fallið Skjaldbreið þá var nú heldur en ekki betur tekið rösklega á, en þá svona einhvernvegin alveg lausir við allt óþol og alveg slakir og náttúrusprottnir. Þá kom fram í kynningu að þeir hefðu gengið á Skjaldbreið og sungið öll 13 erindin þar.
Öll söngdagskráinn var ein samfella af ljúfum og fallegum söng án sérstakra átaka en allt skilaði sér til áheyrenda og vakti upp gleði og ánægju. Söngurinn var svo mildur og lýriskur.
Karlakór Kjalnesinga á uppruna sinn á Kjalarnesi og í Kjós og víðar um sveitir. Kórinn er skipaður af mörgum hressum hestamönnum og hafa hestaferðir ýmiskonar verið snar þáttur í félagsstarfi kórsins. Þessi uppruni og tenging við landi virðist skila sér afar vel í söng kórsins
Það er því vel til fundið að kórin mun syngja í þjóðgarðinum á Þingvöllum 17. júni á 200 ára afmæli Jóns Sigurðsonar forseta.
Þar mun kórinn breiða út faðminn og taka sumarið í fang sér og syngja fyrir Íslendinga sem vilja vera á Þingvöllum á þessum tímamótum.
Heimasíða kórsins er www.karlakor.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.5.2011 | 18:10 (breytt 24.11.2022 kl. 18:21) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 760
- Frá upphafi: 566815
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 694
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.