Félagafrelsi-skyldur-réttindi-atkvæðisréttur

NautgripirÁrið 1843 var kosningu og atkvæðagreiðslu til Alþingis  á þann vega háttað meðal þjóðarinnar að menn urðu að eiga 10 hundraða jörð til að hafa atkvæðisrétt. Í Reykjavík urðu menn að eiga fasteign að verðmæti 1000 ríkisdali til sömu athafnar.

Þetta ár voru Vestamannaeyingar eignalausir og höfðu engan kosningarétt og fengu þar af leiðandi engan þingmann.

Stjórnarskráin mælir fyrir félagafrelsi í sérhverjum löglegum tilgangi.

Árið 1998 voru um 22 bændur í landnámssveitinni Vatnsdal í Austur- Húnavatnssýslu félagar í Bændasamtökum Íslands svo dæmi sé tekið. Aðeins 3 af þeim höfðu rétt til að greiða atkvæði um nýjan búvörusamning í mjólkurframleiðslu sem þá lág á borðinu. Aldrei áður hafði verið greitt atkvæði um búvörusamninga eða þá skipan sem hrundið var í framkvæmd um stjórnkerfi landbúnaðarframleiðslunnar. 

Árið 1998 30. janúar kærði færsluhöfundur þá tilhögun að einungis þeir bændur sem hefðu mjólkurkvóta mættu greiða atkvæði um þau málefni sem Bændasamtök íslands sýsluðu með er snerti bændur.

Í svarbréfi BÍ dagsett 5.febrúar 1998 undirritað af framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands er komist aðallega að þeirri niðurstöðu að atkvæðisréttur í bændastétt væri bundin við kvóta og að eiga kálfa. Urðu af þessu nokkur blaðaskrif.

Á þessari tíð var Ari Teitsson formaður Bændasamtaka Íslands, nú stjórnlagaráðsmaður.

Svona geta tímarnir breyst og snúist í hring, ef aðgát er ekki höfð á stjórnarmálefnum almennings og kjósenda.

Heimildir: Bréfasafn ÞHG


mbl.is Skýrsla stjórnlaganefndar afhent á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband