Við Alþýðubandalagsmenn höfum ekkert verið spurðir um þessi hernaðarátök. Við eru almennt á móti stríði, skothríð eða hernaðarhávaða.
Þó erum við til í átök, ef hrossastóð gengur í annarra manna högum og veldur þar búsifjum. Teljum við þá réttast að setja hundana á stóðið og beita hrossabrestum.
Gamlir menn hnýttu við þessar aðstæður, litla olíudunka, frá auðvaldsfyrirtækjum einkum og sér í lagi frá Esso, aftan í hross. Var gengið þannig frá hnútunum við taglið, að í sundur losnaði, svo hrossið yrði ekki ævilangt sturlað, því þá hefði verið óbúandi á bæjunum.
Við Alþýðubandalagsmenn berum ekki skotvopn nema við fuglaveiðar og erum þá gjarnan ríðandi svo við getum forðað okkur úr kúlnahríðinni. Hefur hún nú harðnað svakalega í seinni tíð á heiðum uppi.
Hergöngumarsa göngum við ekki. Þó ku sumir hafa gengið í sunnanáttinni í svokölluðum Keflavíkurgöngum og haldið fánum skáhallt í vindinn til að mótmæla stríði og hersetu, en það var nú einnig gert til að liðka sig og styrkja og áttu sumir engin skóföt önnur en gömul stígvél í slíkar göngur.
Aftur á móti skilur engin í þessu írafári sem hlaupinn er í Sjálfstæðismenn út af þessum orrustumálum.
Vanir menn.
Vorum ekki spurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 28.3.2011 | 17:52 (breytt 31.12.2014 kl. 13:51) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 757
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 691
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.