Ámundi Loftsson fv.bóndi og sjómaður ritar grein í Morgunblaðið í dag sem ber heitið Vanvirðum ekki stjórnarskrána.
Við Ámundi vorum félagar í Bændafélaginu Röst og var hann formaður félagsins.
Félagið beitti sér mjög fyrir því að stjórnarskráin væri virt þegar búvörulögin nr. 46 1985 voru sett. Laut það einkum að eignarréttar og atvinnufrelsis ákvæðinu og um jafnræði borgaranna.
Ritaði Sigurður Líndal að eggjan félaga í Röst, höfuðrit um setningu búvörulaganna sem heitir Stjórnkerfi búvöruframleiðslunnar og stjórnskipan Íslands.
En gefum Ámunda orðið
,,Niðurstaða Hæstaréttar Íslands að kosning til stjórnlagaþings sé ólögmæt er staðreynd. Þó einhverjir kunni að vera niðurstöðunni ósammála haggar það henni ekki. Hæstiréttur Íslands fer með æðsta vald þjóðfélagsins og sker úr um gildi og framkvæmd laga sé það fyrir hann lagt og það hefur hann gert í þessu máli.
Þegar niðurstaða réttarins lá fyrir lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir á Alþingi að stjórnlagaþingið yrði ekki tekið af þjóðinni. Hún viðurkennir hinsvegar ekki að þar er ekki val um annað en að endurtaka kosninguna. Hvernig ætlar Jóhanna að koma á þjóðkjörnu stjórnlagaþingi á löglegan hátt án þess að kosið verði aftur?
Nú er komin fram tillaga þingskipaðrar nefndar um að Alþingi skipi þá sem ólögmætu kjöri náðu á stjórnlagaþing, í nefnd sem leggja á til breytingar á stjórnarskránni. Þessi tillaga er afspyrnu vond og andstæð öllum grundvallarhugmyndum um skipan lýðræðis. Að skipa þessa nefnd er ekki annað en blessun Alþingis á ógildum kosningum. Sniðganga við niðurstöðu Hæstaréttar. Stjórnarskrá lýðveldisins liggur í svaðinu.
Tillaga þessi er ekki um neitt annað en að Alþingi og ríkistjórn vaði á skítugum skóm yfir æðsta dómstól landsins. Þrátt fyrir að kosningin sé ólögmæt og lög um stjórnlagaþing séu numin úr gildi skulu hinir umboðslausu samt sem áður vinna það verk sem þjóðkjörnu stjórnlagaþingi var ætlað. Þetta er alveg í dúr og moll við annað sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur stendur að og þarf því ekki að koma neinum á óvart.
Tillagan um stjórnlaganefnd verður ævarandi skömm fyrir Alþingi íslendinga, verði hún samþykkt, vanvirða við löggjafarvaldið, dómsvaldið og ekki síst stjórnarskrána sjálfa.
Ekki verður heldur séð að þeir sem undir hana gangast og taka slíkri skipun séu mjög vandir að virðingu sinni fyrir lögum eða lýðræði, hvað þá stjórnarskránni. Hvers vegna unir ekki ríkisstjórnin og Alþingi niðurstöðu hæstaréttar, bætir úr þeim annmörkum sem á framkvæmd kosninganna voru og endurtekur þær? Er ástæðan sú að stjórnarflokkunum hugnast vel sá hópur sem ólögmætu kjöri náði? Er verið að leggja til að snúa hinu þjóðkjörna stjórnlagaþingi uppí flokksþing EB og Icesave-flokkanna? Viljum við íslendingar að lesið verði í sögubókum í framtíðinni um slíka ósvinnu við ritun stjórnarskrár fyrir lýðveldið? Halda einhverjir að raunveruleg virðing verði borin fyrir stjórnarskrá sem kemur út úr svona rugli?
Hugsunin á bak við þjóðkjörið var sú að breytingarnar á stjórnarskránni yrðu hafnar yfir allan ágreining, að stjórnarskráin yrði ekki einsog hver önnur tuska í höndum pólitískra afla. Þess vegna megum við alls ekki að stytta okkur leið í þessu máli.
Við verðum að taka krókinn, en ana ekki útí kelduna. Drögum réttan lærdóm af þessum mistökum, sníðum af þá vankanta sem á kosningunni voru og kjósum aftur. Gerum hina endanlegu niðurstöðu glæsilega. Með því öðlumst við von um að stjórnarskrá okkar öðlist það traust og þá virðingu sem henni ber. Þannig skulum við vinna að því að hún verði skýr og traustur grunnur öflugra mannréttinda og þess stjórnarfars sem við öll viljum búa við."
Heimild: Einkatölvupóstur
Tillagan á mjög gráu svæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.3.2011 | 19:27 (breytt kl. 21:04) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 432
- Sl. sólarhring: 658
- Sl. viku: 1690
- Frá upphafi: 570996
Annað
- Innlit í dag: 398
- Innlit sl. viku: 1517
- Gestir í dag: 385
- IP-tölur í dag: 377
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stjórnarskrá Íslands hefur verið vanvirt og þverbrotin frá upphafi "sjálfstæðis" Íslands! Mesta mafíuríki "siðaðra" þjóða er Ísland árið 2011!
Og ekki er með nokkru móti hægt að réttlæta öll laga og réttar-brotin sem framin hafa verið á Íslandi frá því landið öðlaðist "sjálfstæði" sem var að sjálfsögðu bara samningur á milli embættismanna á Íslandi og þeirra sem raunverulega telja sig eiga Ísland (Bandaríkin/Bretland)!!!
Núna fyrst er komið að því að berjast fyrir raunverulegu sjálfstæði almennings á Íslandi á réttlætis-grundvelli almennings!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.3.2011 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.