Eftir ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings urðu þeir 25 kjörmenn, sem kosnir voru og höfðu fengið afhent kjörbréf til setu á stjórnlagaþingi umboðslausir.
Fram hefur komið þingsályktun um skipun stjórnlagaráðs sem væri skipuð sömu fulltrúum og hlutu kjör til stjórnlagaþings til að gefa Alþingi ráð um nýja stjórnarskrá.
Líklegt er að þessi skipan mála sé ekki ólögleg út frá sjónarmiðum lögfræði. En eigi að síður er málið nokkur ögrun við ákvörðun Hæstaréttar og aðra grein gildandi stjórnarskrá um þrískiptingu þjóðfélagsvaldsins.
Hæstiréttur ákvað að ógilda kosninguna en hann lagði engar sérstakar hömlur að séð verði á viðkomandi einstaklinga að koma saman til fundar undir öðrum kringumstæðum til að ræða og gera tillögur um nýja stjórnarskrá.
Þó má vel vera að það sjónarmið geti verið á floti meðal manna að hægt sé að kalla eftir fundarbanni eða lögbanni hjá fógeta um að framangreindir 25 kjörmenn hafi ekki fararleyfi til slíkra samkomu. En um það verða lögmenn að fjalla.
Hitt er sínu verra að röð upphaflegu 25 kjörmanna getur riðlast mjög ef einhver eða einhverjir ganga úr skaftinu með því að þiggja ekki setu í stjórnlagaráði.
Það helgast af því að kosningakerfið er mjög flókið og ef einn eða fleiri taka ekki sitt sæti að þá færast atkvæðin yfir á aðra kandídata og virðist engin hafa yfirsýn hvað þá muni gerast.
Þannig getur Alþingi og þjóðin staðið uppi með allt annan hóp en upphaflega var kosinn.
Virðist því málið allt vera mjög óstöðugt og valt í sessi og orka tvímælis.
Ófætt stjórnlagaráð klýfur flokkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.3.2011 | 08:32 (breytt kl. 08:33) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 222
- Sl. sólarhring: 560
- Sl. viku: 1480
- Frá upphafi: 570786
Annað
- Innlit í dag: 207
- Innlit sl. viku: 1326
- Gestir í dag: 204
- IP-tölur í dag: 202
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Hitt er sínu verra að röð upphaflegu 25 kjörmanna getur riðlast mjög ef einhver eða einhverjir ganga úr skaftinu með því að þiggja ekki setu í stjórnlagaráði."
Heldurðu, að það sé líklegt?
Vendetta, 6.3.2011 kl. 16:34
Það hefur komið fram í fréttum að það sé ekki víst að allir taki sæti.
Þá færist atkvæðamagn þess fulltrúa yfir á aðra og meiri ringulreið skapast eftir því sem afföll eru meiri. Þá getur öll röðin riðlast.
Já ég held að þetta sé mikið svell sem menn eru á.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.3.2011 kl. 18:26
Réttast væri að kjósa aftur til stjórnlagaþings eftir 1-2 ár og eftir að nýjar alþingiskosningar hafa farið fram. Ný ríkisstjórn á þá að bjóða til nýrra stjórnlagaþingskosningar með sömu frambjóðendum og buðu sig fram síðast, en með öðrum og einfaldari (gegnsærri) reglum um upptalningu og uppröðun.
Auk þess yrði nóg að hver kjósandi kysi allt að 10 frambjóðendur til að einfalda enn frekar talninguna. Þegar upptalningu væri lokið tækju þeir 25 sem fá flest atkvæði sæti á þinginu. Síðan á að gera opinberan lista með fjölda atkvæða sem hver af 100 atkvæðahæstu frambjóðendanna fengu.
Yrði einhver óhress með þessa skipun mála?
Vendetta, 6.3.2011 kl. 18:41
Já, já þetta er alveg samkvæmt minni nótu. Ég get alveg fallist á þetta.
1-2 ár í lífi þjóðar er lítill tími. Við eigu einmitt að vanda okkur mikið.
Það þarf að losna við þessa pólitísku streitu sem kominn er í þetta mál.
Taka sér smá frí frá málinu, fá sér heitt kakó og klappa hvort öðru á bakinu og fara svo á fullt og með miklum alvöruþunga í málið.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.3.2011 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.