Jarðskjálfti, símaskráin blaðsíða 17

Núna rétt fyrir kl:18:00 kom jarðskjálfti ég giska á svona 4.3. Heldur sterkari en um daginn fannst mér en þá kom fyrst högg og svo skjálfti. Ég varð nú hálf smeykur þá. Núna var þetta ívið meiri titringur, tölvan hristist en ég bý á 3 hæð.

Íslenskar byggingar eru sterkar og gert er ráð fyrir að þær þoli töluverðan jarðskjálfta. Eigi að síður fór ég að velta því fyrir mér hvað ég vissi um hvað ég ætti að gera við svona aðstæður.

Jú, jú, ég hafði lesið það í símaskránni að maður ætti að hlaupa út í horn. Var þetta enn í síma- skránni? Það stóð heima, ýmsar upplýsingar eru um náttúruhamfarir  og þar á meðal jarðskjálfta í símaskránni bls. 17.

Gott að rifja þetta upp. Við lifum í landi náttúruhamfara svo það er gott að vera vel upplýstur.


mbl.is Enn skelfur jörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þorsteinn. Gott innlegg hjá þér. Hefði nú ætlast til að RÚV tæki sínar löglegu skyldur svo alvarlega, að farið væri yfir helstu viðbragðs-áætlanir í svona stöðu?

 En þeir hjá RÚV reikna líklega með að fátækar þjóðir í Evrópu eigi að kenna okkur hvernig bregðast á við eldgosi? Ef ske kynni?

 Sofandi að feigðarósi er fullreynt!!! Nú er þörf á að fólk sé vakandi og ábyrgt!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.3.2011 kl. 18:31

2 Smámynd: Njörður Helgason

Það er ekki hreyfingarlaust að búa í landi þar sem hjarta jarðarinnar slær undir og öðru hvoru finnst hjartsláttur jarðarinnar.

Njörður Helgason, 2.3.2011 kl. 18:37

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég var einmitt að hugsa að það þyrftu að vera upprifjanir, þó í þeim anda að vera ekki að magna upp hræðslu hjá fólki.

Ég man þegar Suðurlandsskjálftarnir voru hér um árið þá var Stöð tvö með fréttir strax af honum en tekið var eftir að RUV, öryggistækið sjálft kom ekki með neitt um hann fyrr en seint og um síðir. 

Vitanlega á að vera með fræðslu um ýmislegt þó maður gangi nú út frá því að ekkert komi fyrir.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 18:40

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Við jarðskjálfta geta komið fram sprungur á húsnæði og mannvirkjum hverskonar. Sprungurnar geta líka orsakast af jarðsigi.

Gott er fyrir umráðamenn fasteigna, svo sem eigendur, húsverði og formenn húsfélaga að kíkja á veggi. Ekki til að heimta endilega bætur heldur að fylgjast með.

Á eldri byggingum er alltaf um að ræða sprungur sem engin veit í raun hvort hafi komið við jarðskjálfta eða jarðvegssig.

Svona jarðskjálfti geta hugsanlega orsakað eitthvert rask og því er fróðlegt að aðgæta hlutina ekki síst til að byggja upp persónulega reynslu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 18:57

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einmitt Þorsteinn! Fræðsla án ótta-áróðurs! Það er lögleg skylda RÚV! Hann er vandrataður, gullni meðalvegurinn?

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.3.2011 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband