Á dagskrá Alþingis í gær var eftirfarandi á dagskrá;
Kosning aðalmanna í landskjörstjórn eftir afsögn kjörinna aðalmanna 28. jan. sl. og eins varamanns í stað Sólveigar Guðmundsdóttur til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 12. gr.laga nr. 24 16. maí 2000, um kosningar til Alþingis (kosningar) B677. mál.
Tveir listar komu fram, A og B listi og var Ástráður Haraldsson fv. formaður landskjörstjórnar á öðrum þeirra, A lista.
Forseti Alþingis ákvað þá upp á eindæmi sitt að ekki þyrfti að greiða atkvæði, af því á listunum voru mátulega margir í landskjörsstjórn.
Þó að vitað sé að A listi hefði meirihluta að þá þarf vitaskuld að greiða atkvæði til að kjósendur geti gert sér grein fyrir því hvaða alþingismenn standa að þessu kjöri.
Svona leynipukur gengur ekki. Menn geta ekki gengið með veggjum í þessu máli.
Svo þegar Steingrímur J. Sigfússon er spurður um þessa kosningu af RUV að þá bendir hann á Árna Þór þingflokksmann. Og á hvern skyldi hann benda?
Kjósendur eiga kröfu á því að fá upplýsingar um þessa ekkikosningu. Því á endanum eru það þeir sem verða að kjósa sína alþingismenn. Um það snýst pólitík.
Nema það verði bara pappakassakosningar næst og forðagæslumenn fari um sveitir með þá eins og gerðist í prófkjöri hjá Framsóknarmönnum í NV-kjördæm á seinni hluta síðustu aldar.
Ég man að í svona minni félögum var notaður hattur til að safna atkvæðaseðlum saman í.
Kæmi það til greina næst?
Með hreinan skjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.3.2011 | 13:49 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 277
- Sl. sólarhring: 404
- Sl. viku: 1078
- Frá upphafi: 570375
Annað
- Innlit í dag: 265
- Innlit sl. viku: 979
- Gestir í dag: 261
- IP-tölur í dag: 258
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.