,,Buldi við brestur og brotnaði þekja"

,,Varð þar nokkur senna svo að buldi og brast í lokuðum dyrum sem eru þar að þingrýminu", segir í málavöxtum í dóminum.

Og áfram segi um málavöxtu;

,,Frekari átök og greinir urðu svo með fólkinu og vörðum og lögreglumönnum í stiganum, fyrir neðan hann, við útidyrnar og á afgirtu svæði við þinghúsið eins og nánari grein verður gerð fyrir hér á eftir í IV. kafla.  Þá er komið fram að þingverðir Alþingis voru þennan dag í venjulegum einkennisfatnaði sínum, dökkum jakkafötum og með hálsbindi þar sem á er merki eða mynd af þinghúsinu".

Ja, ég segi nú bara að það var Guðsmildi að níumenningarnir föttuðu ekki að þingverðirnir voru með bindi, því þá hefði farið í verra. 

Þetta er að verða eins og í Njálu eða eins og segir í kvæðinu; ,,Buldi við brestur og brotnaði þekja".

En án gamans þá er von að fólk hafi verið orðið reitt eins og þjóðfélagsástandið birtist á þessum dögum og ungt fólk hefði bara verið aumingjar ef það hefði ekki látið í sér heyra.

En við verðum að fara að lögum og um það snýst dómurinn.

Dómurinn er skýr, ritaður á góðri einfaldri íslensku, öllum skiljanlegur, án mikilla lagakróka eða paragrafa sem gera dóma oft leiðinlega aflestrar. Að lesa hann er eins og að lesa reyfara. Hann er spennandi aflestrar.

Í niðurstöðum dómsins segir segir m.a. sem er aðalatriðið;

,,Ekki hefur komið fram nein vísbending um það í málinu að það hafi beinlínis vakað fyrir ákærðu að taka almennt ráð af þinginu eða að kúga það í einstöku máli.  Hafa þau verið rækilega spurð út í þetta en þau hafa neitað því að vakað hafi fyrir þeim að gera slíkt".

Það er mitt mat að sæmilega sé hægt að sætta sig við þennan dóm almennt séð og hann sé réttlátur og vandaður.

Því er rétt að hver maður hafi nú vetursetu þar sem hann er og láti kyrrt liggja fram á vor, þar til lömb verða mörkuð og fuglar verpa í björgum. 


mbl.is „Sýndardómur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband