Stjórnarskrárhandrit hjá Borgarahreyfingunni?

Góðan dag fundarmenn um málefni stjórnarskrárinnar.

Kunnugir segja mér að á fundum Borgarahreyfingarinnar hafi verið reifuð sú hugmynd að Borgarahreyfingin einhenti sér í það að rita nýja stjórnarskrá og legði fé og tíma í það. Vinna þessi átti að fara fram undir handleiðslu verkfræðings svona til þess að verkið væri í föstum skorðum.

Eins og kunnugt er fá stjórnmálaöfl sem ná manni í kosningum til Alþingis, fjárframlög en Borgarahreyfingin fékk 4 alþingismenn kjörna í síðustu Alþingiskosningum.

Borgarahreyfingunni var úrskurðaða allt fjármagn, þegar Hreyfingin klauf sig frá Borgarahreyfingunni og þá fengu þingmenn hennar enga peninga. Þannig að Borgarahreyfinginn á fullt af peningum í svona verkefni, en Hreyfingin á fátæktina eina.

--------------------------------------------------------------------------------------------

,,Borgarahreyfingin stendur traustum fótum fjárhagslega en staða á sjóðum XO var um áramót 2010 – 2011 jákvæð um kr. 4.826.269,-. Skuldastaða var kr. 0,-.

Áætlanir fyrir árið 2011 gera ráð fyrir 25 mkr. tekjum og er Borgarahreyfingin því enn þá rekin sem vel fjármagnað og skipulagt stjórnmálaafl".

Heimild: Heimasíða Borarahreyfingarinnar.

Borgarahreyfingin og Bestiflokkurinn ættu að sameinast um það að rita nýja stjórnarskrá á meðan pöpullinn deilir um stjórnlagaþing.

Svo gætu þessar hreyfingar afhent Ólafi forseta á Bessastöðum nýtt handrit að stjórnarskrá sem forsetin væri náttúrlega búin að prófarkarlesa og far yfir.

Síðan gæti forsetinn boðið sig fram í næsta forsetakjöri með nýtt frumvarp að stjórnarskrá og beðið aldursforseta Alþingis að leggja það fram á Alþingi.


mbl.is Stjórnarskráin þarf að vera skýrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband