Allir geri sitt Besta

 Er ekki um ađ gera ađ allir reyni ađ gera sitt Besta og svoleiđis og allskonar.

Til ađ rifja upp hvernig skólahald var í sveitum landsins um miđja síđustu öld gríp ég hér niđur í grein sem ég skrifađi í Húnavökuna rit Ungmennasambands Austur-Húnvetninga 49 árg.2009 um farskóla.

,,Farskóli var í Svínavatnshreppi ţegar ég ólst ţar upp. Skólinn var ţá á ákveđnum bćjum og komu börnin ţangađ og var kennt ţar. Stundum gengu börn heiman frá sér ef skólinn var á nćsta bć. Farskólinn skiptist í yngri- og eldrideild. Skólaskylda í dreifbýli var frá 10 ára aldri til fermingar. Kennt var ađ mig minnir 3 vikur í senn og veriđ svo heima á međan hinni deildinni var kennt.

Á Höllustöđum var farskóli, ţá hjóluđum viđ Jón Sigurgeirsson, saman, frá Syđri-Löngumýri fram eftir, en vegalengdin er svona 2 km. Stefán Á. Jónsson frá Kagađarhóli var ţá kennari. Hann er snyrtimenni og ágćtur kennari en svolítiđ strangur ađ mér fannst.

Ţennan vetur var haldin norrćn skíđaganga sem allir máttu taka ţátt í og var vegalengdin 2 km. Stefán kennari mćldi vegalengdina samviskusamlega og gengum viđ ađ ég held flest ţessa göngu. Ég man ađ eitthvađ gekk ţetta böxulega hjá Jóhanni Guđmundssyni frá Holti og endađi hann í markinu á einu skíđi. Voru nú uppi miklar efasemdir hvort gangan hefđi veriđ lögleg hjá Jóhanni. Endađi máliđ svo ađ Stefán úrskurđađi gönguna löglega.

Eitt sinn var ég ađ fara einn á hjóli í skólann. Krapi var á veginum og sé ég ađ Guđrún á Ytri-Löngumýri stikar  á mikilli ferđ fram eftir. Taldi ég ađ fljótt mundi draga saman međ okkur, hún gangandi en ég ţessi riddari á hjóli. Aldrei dró ég hana uppi, frekar dró í sundur međ okkur. Guđrún hló ţegar viđ vorum komin ađ Höllustöđum en ég var vonsvikinn yfir ađ stelpa gengi hrađar en ég hjólađi.

Ég var líka í farskóla á Snćringsstöđum í Svínadal. Ţá var kennari Jósep Jóhannesson frá Giljalandi í Dölum. Hann var traustur kennari og lagđi áherslu á ađ viđ segđum  ţökk fyrir matinn en ekki dönskuslettuna takk. Hann kenndi leikfimi sem fólst í ţví ađ gera armbeygjur og ýmsar ćfingar. Var ţetta gert inn í stofu og ţćtti sá leikfimisalur lítill nú. Heimilisfólkiđ hlustađi á útvarp saman á kvöldin. Svo ţegar kom ađ Passíusálmunum ćtluđum viđ ađ rjúka út úr stofunni en ţá sat Jósep viđ dyrnar og setti löppina fyrir okkur og urđum viđ ađ halda kyrru fyrir uns lestri var lokiđ. Jósep vakti áhuga okkar og annarra á skákíţróttinni og blómstrađi hún í Svínavatnshreppi á ţessum árum.

Veturinn 1958-1959 var ég í farskóla á Snćringstöđum og Syđri-Grund. Ţá var kennari Dómhildur Sigurđardóttir frá Draflastöđum í Fnjóskadal. Hún var um tvítugt, vćn kona og ţćgilegur kennari".

Á Snćringstöđum lauk ég ţví sem var kallađ fullnađarpróf međ einkunnina 8,97 og var dulítiđ drjúgur međ mig. Í minni heimabygg var mikill metnađur ađ fá háar einkunnir og ég held ađ flestir hafi veriđ međ um 9, miklar mannvitsbrekkur.


mbl.is Allar breytingar verđa rökstuddar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband