Í alvöru kosningum koma kjörkassar innsiglaðir á kjörstað og helst innsiglið allan kjördaginn eða þar til talning hefst og er þá innsiglið rofið í votta viðurvist og yfirvalda.
Í kosningum til stjórnlagaþings var ekkert innsigli á kjörkössunum þegar þeir komu á kjörstað og því var sá fræðilegi möguleiki fyrir hendi að taka kjörkassana afsíðs og opna þá. Tiltölulega auðvelt var fræðilega að breyta atkvæðaseðlinum, því ekki þurfti annað en að strok efstu 4 tölurnar út á kjörseðlinum, en efsta tala hvers frambjóðanda hafði mest vægi í talningu og ekkert nafn var prentað fyrir framan hana sem gat helgað frambjóðanda skilyrðislaust vilja viðkomandi kjósanda.
Kjósandi skrifaði tölustafina með ,,vel yddu ritblýi" og því var þetta frekar auðvelt verk því ritblý er hægt að stroka út.
Þetta er sá veruleiki sem við blasir eftir kosningarnar hverjum kjósanda sem það vill, þó það sé hér skýrt tekið fram að þessi veruleiki var fyrir hendi fræðilega séð.
Landskjörsstjórn hefur sagt af sér vegna dóms Hæstaréttar og tekið þannig ábyrgð á störfum sínum.
Hins vegar er rétt að halda því til haga sem rétt er, að innsiglin voru sett á kjörkassana eftir að kjörfundi lauk og allir voru búnir að kjósa. En það dugar bara ekki í þessu máli.
Það er réttur hvers og eins að geta krafist endurupptöku máls fyrir Hæstarétti telji hann á sér brotið. Annaðhvort vísar Hæstiréttur þessu máli frá eða tekur það til efnislegrar meðferðar, með eða án Jóns Steinars Gunnlaugssonar.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari er ekki aðalatriðið í þessu máli heldur lagafyrirmæli þau sem fara á eftir við kosningar, sérstaklega þegar á að fara semja nýja stjórnarskrá.
En það er til lítils að fara að endurtelja atkvæði sem merkt eru með ,,vel yddu ritblýi" útstroknalegu, þegar kjörkassar hafa verið daglangt óinnsiglaðir á kjörstað.
Jón Steinar víki sökum vanhæfis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.2.2011 | 20:02 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 573267
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi Þorsteinn.
Þessu var nú reyndar ekki alltaf svona varið að kjörkassar kæmu innsiglaðir á kjörstað. Þykist nokkuð vita um þetta því ég var kjörstjórnarmaður í minni sveit rúman áratug. Kjörkassinn var fyrir hendi í hverri kjördeild til sveita held ég og varðveittur oftast hjá hreppstjóra milli kosninga, sem ýmist voru til alþingis,sveitarstjórna eða forsetakosningar.
Við upphaf kjörfundar aðgættu allir kjörstjórnarmenn 3 talsins í sameiningu hvort kassinn væri ekki örugglega tómur áður en þeir læstu honum og innsigluðu síðan með innsigli kjörstjórnar . Var síðan innsiglið afhent einum kjörstjórnamanni til varðveislu en annar sá um lykilinn að lásnum, semsagt þess gætt að þessi tól væru ekki á sömu hendi. Umboðsmenn framboða áttu auðvitað rétt á að fylgjast með þessari athöfn. Á það reyndi aldrei þennan áratug sem ég koma að þessu.
Nú var það þannig að kjörseðlar voru sendir í kjördeildir, innsiglaðir í pósti ,ákveðin tala staðfest af sýslumanni.Kjörstjórnarmenn fóru yfir talninguna og bókuðu hvort rétt væri talið.
Síðan var merkt við í kjörskrá hverjir kusu, og aldrei hvarflaði að manni að auðkenna á nokkurn hátt í tímaröð hvernig menn neyttu atkvæðisréttar.
En eftir á að hyggja , ef allir kjörstjórnarmenn hefðu verið samstíga í að svindla, þá gátu þeir viðhaft slíkt. Jafnvel eftir að kjörfundi lauk, sammælst um að rjúfa innsiglið og opna lásinn , fara yfir alla seðlana í líklegri tímaröð og skráð hvernig hver kaus . Þessir sveitakassar voru það litlir yfirleitt að ætla má að kjörseðlarnir hafi fallið í réttri röð eftir því sem kosið var. Síðan gátu þeir hæglega læst aftur kassanum og endurinnsiglað áður en hann var sendur til talningar þegar um Alþingis- eða forsetakosningar var að ræða. Sveitarstjórnaratkvæði voru auðvitað talin heima.
Held semsagt að möguleikinn til að svindla hafi fræðilega alltaf verið fyrir hendi ef menn ná samstöðu í kjörstjórnum að styðja við slíkt, en engin dæmi veit ég um slíkt.
Slíka samstöðu hefði líka þurft í kjörstjórnum til stjórnalagaþingskosnina ef svindla ætti. Megin regla var að aldrei mátti nema einn kjörstjórnarmaður víkja sér frá í einu í neysluhlé eða til annarra líkamlegra þarfa.
Við talningu er mjög til þess litið að ekkert óþarfa krot sjáist á atkvæðaseðlum, og það atriði að menn hefðu tekið til við að stroka út og endurskrifa fjölda kjörseðla í atkvæðakössum hefði tvímælalaust orsakað ógildingu slíkra seðla því ekki er hægt að stroka út svo vel sé án þess að allt sé kámað og svert á viðkomandi seðlum.
Athygli hlyti að vekja við talningu að margir slíkir seðlar væru með líkan rithátt á tölunum.
Niðurstaða mín er því að þetta er langsóttur möguleiki að hafi getað átt sér stað í stjórnalagaþingskosningum ufram aðrar kosningar.
Kristján H Theódórsson, 9.2.2011 kl. 00:01
Góðan daginn Kristján,
Þegar liðið var á talningu til stjórnlagaþings kom það í fréttum að 10 þús atkvæði væru vafaatkvæði, tíu þúsund sagt og skrifað.
Ég er ekki fv. kjörstjórnarmaður en þó skilst mér að vafaatkvæði séu hantéruð með einhverjum formlegum hætt og úrskurðuð og það fært ef til vill til bókar.
Það hefur ekkert komið fram á opinberum vettvangi hvernig þessi atkvæði voru úrskurðuð eða hvernig þau voru færð til bókar.
Vélarnar sem áttu að lesa atkvæðin gátu það ekki, því fólk skrifar tölur mismunandi svo sem 5 getur orðið að 8 og 1 að 7.
Afhverju gátu vélarnar ekki lesið atkvæðin? Skýringar á því þurfa að koma fram.
Ekki meir að sinn félagi,
Bestu kveðjur ÞHG
Þorsteinn H. Gunnarsson, 9.2.2011 kl. 07:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.