Forsætisráðuneytið fer með yfirstjórn mála er varða þjóðgarðinn á Þingvöllum og um hann gilda lög nr. 47. 1. júní 2004:
1. gr. Þingvellir við Öxará og grenndin þar skal vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga sem þjóðgarður.
Mörk þjóðgarðsins á Þingvöllum og hins friðhelga lands skulu vera: Að sunnan eru mörkin um línu sem dregin er úr landamerkjum jarðanna Arnarfells og Mjóaness á Langatanga, vestur yfir vatnið og í Grjótnes sem er á landamerkjum jarðanna Skálabrekku og Kárastaða. Þaðan ráða landamerki þeirra jarða að landamerkjum Selkots og síðan landamerki Selkots og Kárastaða að sýslumörkum Árnessýslu og Kjósarsýslu á Há-Kili. Þaðan ráða sýslumörk til norðausturs til upptaka Öxarár við Myrkavatn og í hátind Háusúlu og þaðan bein stefna til austurs í efsta tind Gatfells. Þaðan liggja mörkin til suðurs í Hrafnabjörg og með austur- og suðurmörkum jarðarinnar Gjábakka og með austurmörkum jarðarinnar Arnarfells í Langatanga.
Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja.
2. gr. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skal vera undir stjórn Þingvallanefndar.
Alþingi skal í upphafi hvers [kjörtímabils]1) kjósa sjö alþingismenn í Þingvallanefnd og jafnmarga til vara. Umboð þeirra varir þangað til ný nefnd hefur verið kjörin. Forsætisráðherra skipar formann og varaformann úr hópi aðalmanna en nefndin skiptir að öðru leyti sjálf með sér verkum.
Forsætisráðuneytið fer með yfirstjórn mála er varða þjóðgarðinn á Þingvöllum, þ.m.t. úrskurðarvald í stjórnsýslukærum vegna ákvarðana Þingvallanefndar.
[Þjóðgarðurinn er að öllu leyti undanþeginn lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús.]1)
Heimild: Tekið af vef Alþingis
Lóðaleigusamningar sumarbústaða innan þjóðgarðsins runnu út í júlí 2010 en voru framlengdir af Þingvallanefnd fram til ársloka 2010.
Um daginn las ég viðtal í Fréttablaðinu við þjóðgarðsvörð og kom þar fram að verið væri að ganga frá lóðarleigusamningum við sumarhúsaeigendur. Er það löglegt?
Á vef þjóðgarðsins er síðasti fundur sem er birtur þar fundur nr. 371 frá því í september 2010. Þannig að þessi ákvörðun virðist fara mjög hljótt. En eigi að síður ber forsætisráðherra ábyrgð á málefnum þjóðgarðsins.
Þingvellir eru á heimsminjaskrá Unesco og er hætt við að þjóðgarðurinn geti fallið út af þeirri skrá ef sumarbústaðamálum verður haldi til streitu innan marka þjóðgarðsins.
Í stefnumörkun um þjóðgarðsins 2004-2024 er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn taki yfir lóðir sem rennan út. Engin skilda er að neyta forkaupsréttar á sumarhúsum.
Öll er þssi lóðaleigumál sveipuð leyndarhyggju og óvíst að þau standist lög en það er náttúrlega Hæstaréttar að skera úr um þetta ef forsætisráðherra vill ekkert skipta sér af málinu.
Ræða brýnustu verkefnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.1.2011 | 10:49 (breytt kl. 11:39) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 552
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 490
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.