Kjósandinn biðjist afsökunar og segi af sér.
Er það sem verið er að bíða eftir?
Hvað þá? Er þá nokkurt lýðræði ef engin er til að kjósa?
Geta menn þá bara gert það sem þeim sýnist hverju sinn?
Ekkert form og engar reglur.
Hugboð mitt er að einhver þröngur hópur eða klíka hafi leitt þetta forgangsröðunar kosningarkerfi í gegn um stjórnarflokkana og margir hafi ekki áttað sig á því hvað mundi gerast. Og ekki skilið kerfið.
Það er gert til að skapa þröngt lýðræði í kring um sérvalda menn með forgangsröðun og svo lendir almúginn sem bauð sig fram í úrtíningnum.
En nú skulum við læra af reynslunni og standa saman um að leggja þetta kosningakerfi af.
Halda í óbundnar kosningu eins og hér hefur tíðkast í félagskerfi okkar, sveitarfélögum stéttarfélögum, samvinnufélögum, búnaðarfélögum, veiðifélögum, allstaðar þar sem ekki er listakosning.
Það ætti að vera hægt að búa svo um hnútana að allir gætu gengið sáttir frá borði.
Jafnvel nota kjördæmaskipanina til stjórnlagaþingskosninga að sjálfsögðu með réttri fulltrúatölu miðað við fjölda kosningabærra manna í hverju kjördæmi.
Frambjóðendur biðu sig fram með líkum hætt ef til vill með fleiri meðmælendum.
Svo væri bara krossað við þá sem fólk vildi kjósa og þeir sigruðu sem fengju flest atkvæði.
Er þetta nokkuð flókið? Ég held ekki?
En ég biðst innilega afsökunar á því að hafa tekið þátt í þessum kosningum, raunveruleg mér þvert um geð vegna forgangsröðunarkerfisins. En ég neita að segja af mér sem kjósandi.
Biðst ekki afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 28.1.2011 | 16:39 (breytt 2.3.2011 kl. 17:55) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 566945
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þorsteinn, ég hef heyrt fleiri segja að þeim hafi verið þvert um geð að taka þátt í þessum kosningum en gert það til að nota lýðræðislegan rétt sinn og hafa jafnframt sömu grunsemdir uppi og þú um að fyrirkomulagið eftir að úrslit voru ljós.
Magnús Sigurðsson, 28.1.2011 kl. 17:05
Þar sem hver atkvæðaseðill gaf einungis eitt atkvæði, er óskiljanlegt hvers vegna í boði vori tuttugu og fimm möguleikar.
Einfaldar hefði verið að á hvern seðill, sem hafði jú einungis eitt atkvæði, hefði verið skrifað eitt nafn. Hugsanlega mætti nota númerakerfi samhliða nafni, til að fyrirbyggja misskilning.
Með slíku fyrirkomulagi og talningu í hverju kjördæmi fyrir sig, hefði verið í lófa lagið að telja upp á gamla mátann, með handtalningu. Vissulega hefði það tekið eitthvað lengri tíma, en þó, nógan tíma tók samt að telja, þar sem vafatkvæðatalningin tók langan tíma vegna flókinna reglna. Svo flókinna að jafnvel kjörstjórn var ekki með á hreinu um hvernig ætti að fara með þau. Það hefði sennilega orðið kjörstjórn ofviða ef kjörsókn hefði orðið yfir 50% og vafaatkvæði hugsanlega náð 20.000.
Ef kosið verður aftur, sem væri í raun algjör fyrra, á að sjálfsögðu að nota einfaldari leið sem er auðskilin öllum. Þá er um leið búið að leysa vandann með kjörkassana og kjörklefana. Þá er hægt að hafa þá samkvæmt hefðbundinni útfærslu.
Þetta hefur þann ókost að vísu að erfitt er að eiga við eða stýra því hvernig atkvæði falla. Þá eru einfaldlega þeir tuttugu og fimm sem flest atkvæði fá, réttkjörnir.
Einfalt og gagnsætt!! Er það ekki annars kjörorðið í dag?
Gunnar Heiðarsson, 28.1.2011 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.