Samkeppnisstaða í fiskveiðum

Allt frá dögum Kveldúlfs útgerðarfélags Thorsaranna hefur verið erfitt hjá útgerðinni. Hjá of mörgum safnast upp skuldir.

Maður hefur heyrt að nokkru leiti sé það vegna brasks sem komi útgerðinni ekki við og menn taki bara lán. Ég trú því svo sem mátulega. Sjómenn og útvegsbændur eru að mestu leiti dugnaðarfólk.

En til að komast að því hver raunverulegur útgerðarkostnaður er væri ástæða fyrir sjávarútvegsráðherra að setja það í nýja frumvarpið um stjórn fiskveiða að vera með ákvæði sem héti ÚTBOÐ Á HINU EVRÓPSK EFNAHAGSSVÆÐINU.

Boðið væri í veiðar á tilteknu magn af nytjafiski með þeim útboðsskilyrðum að Íslendingar væru að mestu í áhöfnum og við vinnsluna.

Með þessu fengist glögg mynd af raunverulegum útgerðarkostnaði sem hægt væri svo að hafa til hliðsjónar um annan útgerðarrekstur.

Veiddur afli væri lagður inn á höfuðsstólsreikning í Seðlabanka Íslands að frádregnum kostnaði.

Það væri þægilegt fyrir fjármálaráðherra að geta haft smá sjóð til geta borgað útgjöld.


mbl.is Almennir launamenn í gíslingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband