Þegar nokkuð var liðið á talningu til stjórnlagaþings kom upp sú staða að 10.000 vafaatkvæði voru að veltast fyrir framan talningarfólkið og enska talningar vélin gat ekki lesið.
Kjósendur þurfti að skrifa 4 tölur í reit þess sem það ljáði atkvæði sitt. Alkunna er að fólk skrifar tölur með ýmsum hætt og getur það verið býsna erfitt oft á tíðum að vita hvað skrifað hefur.
5 verða að 8 og 1 verður að 7 og öfugt.
Litlar fréttir eru að þessum máli nema landskjörstjórn reyndi að spjara sig að úrskurða um þetta en eitthvað var lítið um það að frambjóðendur fylgdust með þessu máli.
Svo er það ritblýið en um það segir svo í lögum frá Alþingi:
81. gr. Þá er kjósandi hefur tekið við kjörseðlinum fer kjósandi með hann inn í kjörklefann, þar sem kjósandinn má einn vera, og að borði því er þar stendur. Á borðinu skulu vera ekki færri en tvö venjuleg dökk ritblý er kjörstjórn lætur í té og sér um að jafnan séu nægilega vel ydd.
82. gr. [Kjósandi greiðir atkvæði á þann hátt að hann markar með ritblýi kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum.
Það er mikill eðlismunur á því að setja einn kross í afmarkaðan reit með ,,vel ydduðu ritblýi" en þurfa að skrifa 25x4=100 tölustafi í reit sérstaklega ef fólk er skjálfhent. Þá vill 5 oft verða að 8 og 1 að 7.
Þessi töluskrift við atkvæðagreiðslu með vel ,,ydduðu ritblýi" er óhæfa.
Það er lögboðið að við alla samninga skal nota löglega blekpenna.
Við þessar kosninga hefði verið nauðsynlegt að nota þar til gerða stimpla.
Ekkert nafn var aftan við tölustafina til að leiðbeina landskjörstjórn um hver ætti að fá atkvæðið svo þarna liggur mikill vafi í kosningunni að mínu mati..
Ræddu hugmyndir um afsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.1.2011 | 07:20 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sat á fundi stjórnarskrárfélagsins þar sem þetta var rætt með stafavilluna. Sérstaklega kom fram að val á númeri frambjóðenda var þannig háttað að röðun tölustafa var þannig háttað þetta átti ekki að vera hægt.
Tökum dæmi: ég sjálfur var með númerið 7396.
Fyrsta talan 7: enginn frambjóðandi hafði töluna 1 sem stundum er erfitt að sjá á milli (eins og þú skrifar). Þannig var ekki hægt að villast á því.
Síðasta talan 6: stundum villist fólk á 5, 8 og tölunni 6. Enginn frambjóðandi var með töluna 5 eða 8 í endann sem var með töluna 7 fremst.
Þetta er bara smá dæmi um að það var gert ráð fyrir þessu í númeravalinu frá landskjörstjórn.
Svo virðist vera að landskjörstjórn hafi ekki gert sér grein fyrir því að þegar að blýantar eru notaðarir mjög mikið (af mörgum manneskjum) þá verður blýið mjög feitt og skriftin frá þeim verður máð þannig að það getur verið erfitt að sjá mun á tölum.
Guðni Karl Harðarson, 27.1.2011 kl. 09:14
Kærar þakkir Guðni fyrir ábendinguna.
Það er fjöldinn allur af frambjóðendum sem er með tölurnar 1, 7, 5 og 8.
Þannig að ef einhverstaðar hefur orkað tvímælis að talan hafi verið 1 eða 7 og vélin ekki geta greint á milli, þá hefur einhversstaðar verið tekin ákvörðum um að talan væri annaðhvort 1 eða 7. Það er ágiskun.
Ég skil hvað þú átt við að einkennistölur hafi verið valdar þannig að þetta kæmi ekki upp.
En tökum dæmi frambjóðanda með töluna 2237.
Ef komið hafa einhver atkvæði með tölunni 2231 þá hefði vélin væntanlega ekki geta lesið töluna eða hvað og hvað hefði verið gert þá, giskað á að síðasta talan væri 7 af því að það voru engar skildar tölur á frambjóðendum á svipuðu róli?
Dæmi frambjóðanda með töluna 4316. Ef komið hefði upp númer 4376, hvað þá? Hvað hefði verið gert þá?
Lagður kapall og spáð í spil?
Það hafa engar upplýsingar verið gefna hvernig þetta fór fram og hvernig vafa atkvæðin voru meðhöndluð. Alla vega hefur það farið fram hjá mér.
En sjálfsagt eru 10.000 bókanir færðar í fundargerðarbók landskjörsstjórnar um þessi mál. Ég hef bar ekki haft aðstöðu né tíma til að kynna mér það mál.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.1.2011 kl. 17:20
Þorsteinn,
>En tökum dæmi frambjóðanda með töluna 2237.
>Ef komið hafa einhver atkvæði með tölunni 2231 þá hefði vélin væntanlega ekki geta lesið töluna eða hvað og hvað hefði verið gert þá, giskað á að síðasta talan væri 7 af því að það voru engar skildar tölur á frambjóðendum á svipuðu róli?
Þarna er ekki gisk vegna þess að engvar tölur áttu í svona tilfelli að enda á 1 eða tölunni 4. Þannig að svoleiðis (meint tala?) frambjóðandi hefði fengið öll atkvæðin sín.
Ég var að benda þér á að þetta átti ekki að vera hægt! Svona tölur voru ekki til. Þorkell Helgason kynnti okkur málið á fundi stjórnarskrárfélagsins. Þetta var útilokað.
Hvað voru annars mörg atkvæði sem þurfti að endurtelja? Nokkur þúsund? Ég man ekki töluna. En mig grunar að það hafi verið erfitt að lesa úr atkvæðunum vegna þess að þau höfðu mást út. Þar að segja, hafi verið skrifuð með ofnotuðum blýanti með feitan odd = feitar tölur sem erfitt hafi verið að lesa í. Ef rétt væri, þá væri það algjörlega eitt af aðal klúðrunum. Mér datt þetta bara svona í hug.
Guðni Karl Harðarson, 27.1.2011 kl. 19:05
Þessi röksemd stjórnarskrárfélagsins, sem Guðni nefnir, stenst ekki.
Fyrir það fyrsta þyrfti númerakerfið þá að vera þannig að aldrei kæmu fyrir líkir stafir neinsstaðar í rununni. Til að það gangi upp fyrir rúmlega fimmhundruð númer, þyrfti runan að verða að minnsta kosti fimmtíu stafa tala. Þó væri ekki öruggt að stafarugl gæti komið upp.
Því hefðu frambjóðendur þurft að fá úthlutað fimmtíu stafa númeri og kjósendur því þurft að skrifa niður 50x25 tölustafi! Varla hefði það einfaldað kosninguna!
Niðurstaðan er einföld. Þetta kosningakerfi virkar ekki ef menn vilja öruggt kosningafyrirkomulag. Það eru engin rök að þetta sé notað annarstaðar. Þó einhverjir aðrir meti kosningarétt sinna þjóðfélagsþegna ekki til fulls, er engin ástæða fyrir okkur að taka upp þeirra ósiði!
Gunnar Heiðarsson, 27.1.2011 kl. 19:08
Mér skilst að þar sem þetta kosningakerfi hafi verið notað hafi verið um að ræða mikið færri frambjóðendur.
Það er fjöldi frambjóðenda sem gerir þetta svo erfitt.
Segjum svo að menn vildu gera þetta skothelt og kjörseðillinn væri með öllum nöfnum og einkennistölum frambjóðenda.
Þá væri hver kjörseðillinn 21 blaðsíða og þá færi nú að kárna gamanið.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.1.2011 kl. 19:31
Þetta er engin röksemd stjórnarskrárfélagsins, heldur það sem sérfræðingur í kerfinu nefndi. Það var oftar en einu sinni farið yfir málið. Síðan hefur þetta kerfi verið notað með ágætum árangri í Skotlandi og ekki ætla ég að rengja það. Einnig kom Smári Mcarthy við sögu.
Valdir voru frambjóðendur sem:
þeir sem höfðu 7 sem fyrsta staf þá kom hvergi fyrir að 1 eða 4 sem fyrsti stafur.
Sá sem fékk 1 sem aðra tölu þá var enginn sem hafði töluna 7 eða 4.
Sama með töluna 6, 8 eða 5. Og sama hvar er í fjögurra stafa númerunum.
Þetta er eiginlega einföld stærðfræði,
dæmi:
ég hafði númerið 7396: talan 7 (enginn hafði töluna 1) talan 3 minnkar niður möguleikana á að tala númer þrjú (9 hjá mér) eða fjögur (6 hjá mér) gefi villur á þeim tölum. Hvað höfðu margir því númer með fyrstu stöfunum 73?
Eða 72 xx möguleiki á villum
Eða 92 xx
Eða 93 osfrv.
Eða 23 xx
Eða 29 xx
Ákveðinn fjöldi frambjóðenda með 7 sem fyrstu tölu. Ákveðinn með 9, 3 og 2 tildæmis. Af þeim hverjum fyrir sig er önnur talan (7396) sem gefur næstu tækifæri því búið er að útiloka fremstu töluna og skipta niður.
Ákveðinn fjöldi með 73 xx, Ákveðinn fjöldi með 23xx osfrv.
Vona að þú sjáir hvað ég á við. En ekki er ég neinn sérfræðingur né stærðfræðingur í þessu en tala fyrir því að þetta er hægt og var gert.
Klúðrið var ekki með vali á númerum frambjóðenda. Það er alveg á hreinu!
Guðni Karl Harðarson, 27.1.2011 kl. 19:38
Ég vil nefna það að Þorkell Helgason sagði okkur frá hvernig allt virkaði. Ég gat ekki (og við öll) betur séð en að allt sem nefnt var stæðist að fullu.
Guðni Karl Harðarson, 27.1.2011 kl. 19:44
Hvort klúðrið sé vegna númerakerfisins skal ekki sagt Guðni, en það hlýtur þó að vera nokkuð undarlegt þegar yfir 10.000 atkvæði verða vafaatkvæði í kosningu sem einungis rúmlega 80.000 nýta sér kosningarréttinn!
Gunnar Heiðarsson, 27.1.2011 kl. 20:26
Það kom fram í fréttum að vélin ætti í erfiðleikum með að lesa af kjörseðlunum.
Þá er spurningin hvernig var það meðhöndlað í hverju einstöku tilfelli. Það hlýtur að liggja fyrir hvernig annmarkarnir voru yfirstignir og hverjir þeir voru.
Það á ekki að vera neitt leyndarmál.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.1.2011 kl. 21:33
Gunnar það er augljóslega eitthvað mikið að þegar að 10.000 atkvæði verða vafaatkvæði. Óneintanlega velti ég því fyrir mér hvort ég hefði tapað þarna einhverjum atvkæðum. Sem skiptir héðan og þaðan af engu máli
Það er eitthvað mikið að líka vegna dræmrar þátttöku. Flókið? Ekki flókið? Útskýringar of miklar þegar að nefndin var að keppast við að segja fólki að það væri auðvelt að kjósa þegar að þess hefði ekki átt að þurfa ef allt hefði verið einfalt og eðlilegt. Sjá þátttökuna á Suðurlandi, man ekki tölunar en dapurlegt.
Ég velti því óneitanlega fyrir mér að persónukosning eigi ekki að vera ein og sér! Heldur með þegar að kosið er með flokkum. Eins og ég segi á bloggi mínu þá þarf að setja sérstakar bráðabyrgðareglur um persónukjör. Fara yfir lögin vegna kosningar til alþingis. Samhæfa þau við kosningar til stjórnlagaþingsins. Og samhæfa allt saman. Einfalda kosningarnar svo engum þurfi að velkjast í vafa.
Í mínum huga er ekki landið sem eitt kjördæmi að virka í svona kosningum.
Guðni Karl Harðarson, 28.1.2011 kl. 08:27
Þorsteinn það getur vel verið að það sé vegna þess að tölunar höfðu margar fletst út (smuded, to smear or blur something) og tölvukerfið hafi átt erfitt með að lesa þessvegna. Gleymst hafi að hugsa sumstaður um að skipta um skriffæri eftir að notkun þeirra var komið upp fyrir viss mark.
Auðvitað ætti það að vera ekki neitt leyndarmál og gera ætti opinbert hver ástæðan væri fyrir að vélin ætti í þessum erfiðleikum. Síðan að segja frá nákvæmlega hvernig að þetta var meðhöndlað eftir það. Óneitanlega velti maður því fyrir sér hvort að mörg atkvæði hafi verið gerð gild þegar að þau voru kannski ólesanleg og ætti með öllu að vera ógild. Kannski vantar skýrar reglur þarna líka?!
Guðni Karl Harðarson, 28.1.2011 kl. 08:35
Þorsteinn, (smuded) átti auðvitað að vera smudged
Guðni Karl Harðarson, 28.1.2011 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.