Sératkvæði Jóns Steinars

Það er alltaf forvitnilegt og fróðlegt að fram komi sératkvæði í dómsmáli fyrir Hæstarétti.

Það er lærdómsríki fyrir lögfræðina sem fræðigrein og tilefni til að fólk velti vöngum yfir málefninu.

Þau rök hafa verið borin fram í þessu máli að ekki hafi verið tilefni til gæsluvarðhalds yfir fv. bankastjóra Landsbankans Sigurjóni Þ. Árnasyni vegna þess að hann sé búin að hafa nægan tíma til samráðs við aðra málsaðila hafi hann talið tilefni til slíks.

Á það ber að líta að við yfirheyrslur gæti sakborningi yfirsést eitthvert atriði sem óvænt væri fjallað um. Þetta er svona eins og tefla skák. Óvæntir leikir geta komið mönnum á óvörum og sett stöðuna í uppnám.

Hvað mundi hver meðalgreindur maður gera ef hann væri frjáls ferða sinna við slíkar aðstæður?

Nú náttúrlega rjúka í síman og spjalla við aðra menn um málavöxtu.

Ég skil þetta gæsluvarðhald á þann veg að verið sé að rjúfa samband við aðra málsaðila í málinu á meðan skákin stendur yfir.


mbl.is Sératkvæði vegna varðhalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón dómari telur sig eflaust þurfa vera í "kallfæri" við Landsbankamennina eins og sá sem skipaði hann þurfti líka vera í kallfæri við bankann þegar hann var einkavæddur á sínum tíma.

Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 18:57

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það verður náttúrlega að segja ,,hó,hó" á réttum stöðum, eða þannig

Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.1.2011 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband