Við skulum hugsa okkur að hlutafélag sé stofnað til að taka fé í vetrarfóður. Peningshúsin taki 400 fjár. Fyrir hlutafélagin fer stjórn sem tekur ákvarðanir um öll málefni svo sem verð á fóðurgjaldi, hve oft er gefið og fengieldi og viðhaldsfóður og eftirlit með starfseminni o.s.frv..
Síðan er ráðinn sauðamaður sem sér um fjárhirðinguna og gæslu fjárins.
Líður nú fram að sumarmálum en þá er það farið kvisast út að heldur sé farið að fækka í hjörðinni.
Nú, nú, þeir sem eiga fé í fóðrum fara skima eftir því og þá kemur í ljós að fjárhúsin eru hálf tóm. Aðeins nokkrir gamlir hrútar í stíu, nokkrir sumlungar og fáeinar ær frekar þunnar á hrygginn.
Þeir sem eiga þarna fé í fóðrum hafa samband við yfirvöld ( sýslumann ) og lýsa áhyggjum sínum.
Yfirvaldið fer á vettvang og nær tali á sauðamanni og spyr hann hvernig standi á því að fjárhúsin séu hálftóm.
Sauðamaður segir að töluverður hópur fjár hafi farist í febrúarveðrinu og ekki náðst í hús. Svo hafi pestin grasserað og hluti fjárins farist í henni. Þá hafi hann þurft að minnka heygjöfina vegna þess að hann hafi séð fram á heyleysi en við það hafi hluti eldri ánna fallið úr hor og engin fóðurbætir handbær til að hygla ánum.
Sauðamaður segir að hann hafi farið eftir öllum reglum og hlustað á veðurspána og reynt að gera sitt besta.
Yfirvaldið geti bara spurt stjórnina um þetta allt saman hún beri alla ábyrgð.
Halldór mættur til skýrslutöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.1.2011 | 15:37 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 16
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 566937
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 63
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má heldur ekki gleyma ábyrgð forðagæslumannsins , dýralæknisins, hreppstjórans , nágrönnunum svo ég tali nú ekki um búnaðarsamband héraðsins. Allir klikkuðu á eftirlitshlutverki sínu og eru meðsek. En ég segi nú bara, farið hefur fé betra.
Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 20:15
Í svona tilbúinni dæmisögu virðast allir vera huldumenn og álfar.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.1.2011 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.