Íslendingar hafa lengstum haft ágæt samskipti við Bandaríkjamenn.
Til er félag sem heitir ÍSLENS-AMERÍSKA FÉLAGIÐ og um tilgang þess segir svo á heimasíðu þess:,,Íslensk-ameríska félagið sem stofnað var 1940, er eins og sambærileg félög á Norðurlöndum systurfélag American Scandinavian Foundation. Félögin starfa að því að efla samstarf þjóða sinna og Bandaríkjanna í mennta- og menningarmálum í samvinnu við American Scandinavian Foundation. Eftir stofnun félagsins á styrjaldarárunum hófust námsdvalir Íslendinga á háskólum og öðrum menntastofnunum í Bandaríkjunum sem ætíð hafa haft mikla þýðingu".
Bandaríkjamenn skildu eftir stóran ættboga íslenskra Bandaríkjamanna hér þegar þeir yfirgáfu landið þegar herinn fór.
Réttindi þessa fólks eru um margt á huldu svo sem um upplýsingar um frændfólk sitt í Bandaríkjunum en þar er náttúrlega stór ættbogi sem er í ættartengslum við Íslendinga hér á landi.
Þá eru arfsmál þessa hóps óuppgerð en allir eiga rétt á föðurarfi sé hann fyrir hendi. Þessi mál eru af ýmsum ástæðum vandmeðfarin og tilfinningaþrungin en engin ástæða er til annars en að fara tala opinskátt um þau með hagsmuni beggja að leiðarljósi.
,,Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að ráðuneytið muni koma ákveðnum sjónarmiðum á framfæri við bandarísku utanríkisþjónustuna mjög fljótlega. Það verði gert með milligöngu sendiherra Bandaríkjanna".
Ég teldi rétt fyrir utanríkisráðherra að biðja sendiherrann að upplýsa þessi ættartengsl og leggja fram ættartölur og koma á eðlilegum samskiptum milli þessara hópa.
Það væri gert að mínu mati með því að stofna félaga um málefnið sem bæri nafnið;
ÍSLENSKA AMERÍSK ÆTTARFÉLAGIÐ.
Sjónarmiðum komið á framfæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.1.2011 | 17:29 (breytt kl. 17:31) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 139
- Sl. sólarhring: 230
- Sl. viku: 2053
- Frá upphafi: 571376
Annað
- Innlit í dag: 122
- Innlit sl. viku: 1829
- Gestir í dag: 118
- IP-tölur í dag: 118
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Þorsteinn. Ég vil lýsa ánægju minni með umræðuefnið sem þú tekur fyrir hér. Allt of lítið hefur verið fjallað um föðurleysi og ættleysi barna bandarískra hermanna og íslenskra kvenna og réttindi þeirra. Sjálf er ég eitt af þessum ,,börnum" og hef ekki enn fengið upplýsingar um föður minn, systkini og aðra ættingja í Bandaríkjunum. á árunum 1994 til 1996 gerði ég frumrannsókn á þessum hópi og uppeldisaðstæðum þeirra. Þau hugtök sem stóðu upp úr í þeirri rannsókn voru höfnun og fordómar. Margir þessara hermanna viðurkenndu faðernið og íslenska ríkið tók að sér að borga meðlagið en feðurnir fóru af landi brott. Með því að borga meðlagið með börnunum má velta fyrir sér ábyrgð íslenska ríkisins. Tryggingastofnun geymdi upplýsingar um feðurna sem var haldið leyndu fyrir börnunum og þannig var komið í veg fyrir að þau gætu fundið feður sína og aðra ættingja í Bandaríkjunum. Hér tel ég hafa verið brotið á þessum börnum. Í barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna eiga öll börn rétt á að kynnast báðum foreldrum sínum og fá að umga!
ngast þá. Þetta hefur ekki átt við þennan hóp. Í gegnum samtök í Bandaríkjunum fékk ég þær upplýsingar að faðir minn hefði látist 1982, aðeins 52 ára gamall. Dó hann úr einhverjum arfgengum sjúkdómi? Af hverju lét íslenska ríkið mig ekki vita þegar hann lést? Hver er rétturinn til arfs? Mér finndist líka eðlilegt að ég og börnin mín hefðu ríkisborgararétt beggja landa, sem gæti komið sér vel til að fara í framhaldsnám í Bandaríkjunum. Það skal þó tekið fram hér að þeir afkomendur sem ég hef talað við hafa lagt áherslu á að þeir hafi ekki áhuga á arfi en að mikilvægast sé að finna fjölskyldur sínar og ættingja. Því væri það fagnaðarefni ef Íslensk-Ameríska ættarfélagið yrði stofnað og að íslenskir ráðherrar myndu beita sér í þessu máli.
Karítas Skarphéðinsdóttir Neff (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 08:43
Athyglisverðir punktar sem þú kemur með Karítas.
Mér finnst stjórnvöld þessar tveggja þjóða, Íslands og Bandaríkjanna ættu að setja nefnd í málið og hafa frumkvæði.
Kærar þakkir fyrir innlitið Karítas.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 10.1.2011 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.