Þetta eru náttúrlega alvöru tímar sem við lifum á. Maður má auðvita gæta að sér á öllum síðum og vígstöðum.
Ég hef svo sem verið að vitna í Byltinguna á Kúbu hérna á síðunni, bók eftir Magnús Kjartansson fv. ritstjóra og ráðherra Alþýðubandalagsins og maður veit aldrei hvaða þýðingu eða afleiðingu það hefur.
Svo sást til mín með haglabyssu fram í Svínadalsfjalli í haust og það heyrðust þungir skothvellir víða um sveitir. Svo það er eðlilegt að bandarísk stjórnvöld séu vör um sig.
En þeir gleyma að rifja upp þegar þeir voru að fljúga lágflug á orrustuflugvélum á Auðkúluheið og voru nærri búnir að fæla hesta undan bændum hér um árið og fénaður varð felmtri sleginn.
Ég get ekki neitað því að síminn hefur verið að hringja hérna en oftast hafa það verið vinir og ættingjar að spjalla. En það er ekki laust við að það heyrist smá klikk í símanum en það getur verið af því að hann er orðinn gamall lúinn.
Það gefur auga leið að maður verður að vera var um sig og spila með hér á blogginu fyrst verið er að bjóða upp á slíkt á annað borð.
Ég hef ekkert að fela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.1.2011 | 12:07 (breytt kl. 12:19) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 10
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 566931
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.