Fjölmæli

Fjölmæli heitir bók ein eftir dr. Gunnar Thoroddsen fv. forsætisráðherra og lagaprófessor, sem fjallar um fjölmæli og ærumeiðingar.

Ritið er gefið út af Menningarsjóði 1967 og tók Lagadeild Háskóla Íslands ritgerðina gilda til doktorsprófs.

Ritið er í þrem meginþáttum.

Fjallar hinn fyrsti um íslensk lög og lagaframkvæmdir. Eru þar rakinn  refsimæli Grágásar er giltu á þjóðveldistímanum. Lýst reglum Járnsíðu og Jónsbókar og ýmsum fleiri lagabálkum er varðar ærumeiðingar.

Í öðrum þætti  eru raktar réttarreglur um æruna og vernd hennar og viðurlög.

Í þriðja þætti er tekið saman yfirlit um rétt nokkurra landa um ærumeiðingar.

Þetta er rit upp á 467 blaðsíður og fróðlegt hverjum þeim sem hefur sig í frammi á opinberum vettvangi og vill ekki lenda í málaferlum út af ærumeiðingum.

En sá stígur er mjög vandrataður sérstaklega núna þegar fólk hefur mikla möguleika á að tjá skoðanir sínar í rituðu máli, en það er auðvelt að hlaupa á sig þegar fólk er að flýta sér.


mbl.is Ástþór færður til skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Doktorsritgerð Gunnars er einhver skemmtilegasta doktorsritgerð sem rituð hefur verið. Þessa bók þyrfti fjölskylda G. Th. að láta prenta öðru sinni enda á boðskapur bókarinnar mikið erindi til allra sem vilja hafa skoðanir og halda þeim fram.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.1.2011 kl. 21:06

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Sammál.

Það er líka menntandi og fræðandi fyrir þjóðina að geta lesið lagaákvæði úr Grágás.

Það er margt þarna sem venjulegt fólk getur tileinkað sér og haft not af.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 3.1.2011 kl. 21:39

3 identicon

Hvað skyldi nú þessi sérþjónusta hafa kostað? Var þetta brýnt vegna þess að attaníossi bankaræningjanna var móðgaður?  En það er allt í lagi. Jógríma hækkaði allt eftir áramót, og þar af leiðandi skuldir öreiganna. Er það furða að feigðin fylgi þessari óvætt?

Hrúturinn (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 21:48

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einnig samsvarandi lagareglur annarra landa. En túlkunin og spurningin um fullframningu brots er það sem er kjarninn í bók Gunnars. T.d. hvort táknrænir tilburðir geti fólgið í sér að brot hafi verið framið. Þannig var þekktum manni sendir 30 smápeningar í tengslum við einhverja umdeilda ákvörðun hans, eða þegar sungið var alkunn vísa um heiðarleika utan við hús okurkarls. Þessi dæmi eru erlend og sýna hve Gunnar sótti víða fanga í ritgerðina.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.1.2011 kl. 21:53

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Takk fyrir þetta. Las bókina um Gunnar Thoroddsen og hef mikinn áhuga á að næla mér í Fjölmæli.

Gleðilegt ár.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.1.2011 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband