Dómstólar hafa verk að vinna

Biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson fjallaði m.a. um reiði hatur og hefnigirnd í áramótapistli sínum.

Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson fjallaði um að fólk hætti illmælgi og að fátæktin væri smánarblettur á þjóðfélaginu. Ýmislegt fleira reifaði hann og gat um hlut réttvísinnar í hruninu.

Báðum er þeim þó stöðu sinnar vegna, skylt að bera klæði á vopnin eins og sagt er, svo ekki sjóði upp úr í þjóðfélaginu. 

Réttlætið þarf þó að ná fram að ganga, því það er nauðsynlegt til að fólk sættist á það sem gerst hefur í íslensku þjóðfélagi.

Úr bókinni Byltingin á Kúbu eftir Magnús Kjartansson, endursagt:

,,2. janúar 1959 hélt Fidel Kastró inn í Santiago á Kúbu og dró upp hinn rauða og svarta fána uppreisnarmanna að hún á Moncadavirkinu, þar sem hann hafði beðið ósigur í fyrstu orrustu uppreisnarmanna 26. júlí 1953.

Fidel Kastró lagði áherslu á það í mörgum ræðum sínum löngu áður en sigur vannst að menn mættu ekki hefna harma sinna hversu sárir sem þeir væru þegar þeir fengju færi á, heldur yrði að eftirláta dómstólum að fjalla um mál og láta stjórnvöldum um að framkvæma refsingar".

Færsluhöfundur og íslenski þjóðfáninnVegna þeirra aðstæðna sem upp eru nú í íslensku samfélagi er ástæða til að benda á þessi sjónarmið byltingarforingjans Fidel Kastrós, lögfræðings og bóndasonar á Kúbu.

Dómstólaleiðin er eina leiði til að ná fram réttlæti með lög landsins og þjóðfána  að vopni.

Svo skulum við fyrirgefa.


mbl.is Biskup fjallar um reiðina í þjóðlífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Íslenskir dómstólar eru ónýtir eftir áratuga mannaráðningar sjálfstæðisflokksins í dómaraembættin. Hæstiréttur er verst settur vegna einkavina- og ættingjaráðningar í dómarastólana þar í gegnum spillingarfífl eins og Björn Bjarnason og Árna Mathiesen. Stærsta risarotþró á Íslandi.

corvus corax, 2.1.2011 kl. 22:00

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þetta er réttmæt athugasemd hjá þér Krummi. En leyfum okkur að líta svo á að dómarar dæmi eftir lögunum þangað til annað kemur í ljós. En það þarf að líta vel eftir þessum málum.

En tökum eftir einu Krummi minn. Braskara og fjárglæframenn sneru á forustumenn Sjálfstæðisflokksins, þannig að dómarar, þó þeir hafi verið skipaðir af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins hafa aðeins skyldum að gegna við lög landsins og réttlætið.

Sjálfstæðismenn eru reiðir, mjög reiðir.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.1.2011 kl. 22:15

3 identicon

þorsteinn,  var það ekki frekar dómgreindarleysi, sinnuleysi og tengsl æðstu manna í stjórnmálunum að ekkert var gjört til að afstýra eða koma í veg fyrir hrunið. þorðu forystumenn flokkanna nokkuð að taka á málunum af ótta við fylgistap sinna sauða, þannig hefur það ætíð verið í flokkunum.Biskupstetrið er ekki marktækur á nokkurn hátt því hann er svo hræddur um stöðu kirkjunnar innan ríkisjötunnar, segir því ekkert nema það sem fellur vel í kramið hjá gæðingum stjórnvaldsins.

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband