Piparkökuhúsaleikur Kötlu í Smáralind

     Piparkökuhúsaleikur Kötlu var haldinn í Smáralind í gær og var margt fólk að skoða piparkökuhúsin. Verðlaunin voru  veitt fyrir bestu húsin og var mjög gaman að sjá listaverkin.

Mér finnst falleg piparkökuhús alltaf skemmtileg og í æsku hafði ég mikið dálæti á kirkjum með ljósi inn í þó þær væru ekki úr piparkökudeigi. Umhugsunarvert er að gefa gaum að skilgreiningunni; Hvað er piparkökuhús? Er það þorp eða loftbelgur eða stakt piparkökuhús?

Ef til vill er hægt skipta þessum leik og vera með ýmis form svo sem piparkökuhús, jólaþorp, loftbelgi, kirkjur, íslenskan burstabæ o.s.frv.

Mér fannst þetta piparkökuhús sem fékk 3. verðlaun, vera flottast og með listilegu handbragði. Það vantaði bara skóförin í snjóinn. 


mbl.is Bestu piparkökuhúsin verðlaunuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband