Ég rölti eftir vatnsbakka Þingvallavatns í sumar innan lands þjóðgarðsins . Þá verður á vegi mínum gaddavírsgirðing sem hamlaði för minni eftir vatnsbakkanum.
Ég var nú ekki með neitt landamerkjabréf um staðhætti þarna en taldi að ég væri vissulega í þjóðgarðslandi. Ég stóð í þeirri trú að almenningi væri heimil för um vatnsbakka samkvæmt vatnalögum, hvað þá heldur ef viðkomandi er í þjóðgarðslandi.
Allir leigusamningar sumarhúsa innan merkja þjóðgarðsins runnu út í sumar, en Þingvallanefnd framlengdi þá til áramóta 2010. Nú lifa 21 dagur af árinu.
Þingvallanefnd hélt fund samkvæmt heimasíðu 15 september 2010. Þar var bókað undir önnur mál:
,,Ákveðið var að halda fund við fyrsta tækifæri til að kanna stöðu á nýjum byggingarskilmálum og lóðarleigusamningum.
Þorgerður Katrín ( nefndarmaður ) hvatti til þess að Þingvallanefnd svaraði aðsendum erindum eins fljótt og auðið er eða í þeim anda sem stjórnsýslulög kveða á um."
Í haust var efnt til fræðslu um hrygningu urriðans í Þingvallavatni sem er að verða árlegur viðburður við Öxar á á haustin. Það var bæði gaman og fróðlegt að upplifa það. Á svæðið var mættur fjöldi fólks.
Brýna nauðsyn ber til þess að rýma vatnsbakkann suður með vatninu í landi þjóðararins til afnota fyrir almenning. Því verður trauðla trúað að Þingvallanefnd ætli að framlengja lóðarleigusamningana.
Það er alltaf hátíðarstemming að koma á Þingvelli.
Íslensk heimsíða um heimsminjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.12.2010 | 18:52 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 340
- Sl. viku: 490
- Frá upphafi: 573827
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 441
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þingvalla nefndin er ótrúlega heppinn með að hér skellur hver stórfréttin á þjóðinni og kastljósi umræðunnar er ekki beint að þeirri vandasömu ákvörðun sem nefndin stendur frami fyrir. Það er með öllu ólíðandi ef það á að þvæla þessu áfram með vanhugsuðum skammtíma úrlausnum, skiljandi bústaðaeigendur í óvissu og almenning horfandi upp á einhverskonar aðal í hjarta helgireits þjóðarinnar ,Þingvelli.
Að sjálfsögðu hlýtur það að vera markmið nefndarinnar að losa þjóðgarðinn við búsetu fólks sem ekkert tilkall á lóða með mannvirki til einkanota. Almenningur á skilyrðislausan rétt á þjóðgarðinum óskertum eins og stendur í Lögum um friðun Þingvalla.
Lög um friðun Þingvalla 1. gr. Frá ársbyrjun 1930 skulu Þingvellir við Öxará og grenndin þar vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þetta verður varla misskilið né rangtúlkað eins og gert hefur verið hingað til hjá aðiljum sem telja sig getað sagt sig úr lögum þessa lands.
Birgir Hauksson.
Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 21:55
Þingvallanefnd á að semja brottfaraáætlun sumarbústaða úr Þjóðgarðinum. Eðlilegt og sanngjarnt er að sumarbústaðareigendur fái hæfilegan frest til að rýma lóðirnar. Einhver ár skipta ekki hér máli í árhundrað sögu Þingvalla.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 10.12.2010 kl. 22:43
Jú Þorstein, einhver ár geta orðið nokkuð mörg og þess vegna á að skammta þau eins naumt og kostur er.
Aldrað fólk og ærlegt á þó að njóta umburðarlyndis í samræmi við framkomu.
Þó að Þingvellir hafi verið þarna nokkuð lengi þá njótum við þess ekki að lifa nema mislanga æfi.
Hrólfur Þ Hraundal, 11.12.2010 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.