Hver bað um þessa röðun?
Þetta er ekki prófkjörslistar.
Af hverju mátti fólk ekki kjósa fulltrúa eins og tíðkast hefur í félagskerfi landsmanna í óbundnum kosningum frá aldaöðli. Þar sem afl atkvæða réði því hverjir kosnir væru.
Þetta kosningakerfi er einhver Evrópubastarður. Og svo þarf að fara að kasta hlutkesti um sætin.
Það bað engin um listakosningu.
Og kjörseðlar þar sem nöfn frambjóðenda eru ekki einu sinni á listanum aðeins tölur. Eins og þetta séu einhverjir fangar.
Og svo skrifað með ritblýi sem hægur vandi er að strika allar tölur út.
Ég hef aldrei vitað aðrar eins kosningar. Og svo er möguleiki að frambjóðendur séu með allmikið fylgi en hafa verið af einhverjum ástæðum neðarlega á kjörseðlinum, en þeir sem eru ofarlega komast inn á færri atkvæðum. Þetta er víst möguleiki eftir því sem ég hef komist næst.
En frambjóðendurnir voru nú samt allir góðir.
Gæti þurft að varpa hlutkesti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 28.11.2010 | 14:15 (breytt kl. 14:20) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 10
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 566931
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér með þetta, fannst slæmt að það væru bara númerin ekki nöfnin. Sem betur fer var ég búinn að setja nöfnin með númerunum inn á símann hjá mér.
Gerði það þó ég ætti von á að sjá heildarlistann í kjörklefanum, bara til að muna hvaða nöfn ég ætlaði að kjósa. Ef ég hefði ekki gert þetta hefði ég ekki getað nýtt mér atkvæðaréttinn og orðið að snúa heim tómhentur.
Theódór Norðkvist, 28.11.2010 kl. 18:55
Hefðirðu viljað kjósa einn fulltrúa þá gastu það, einfaldlega með því að skrifa hans númer efst og skilja afganginn eftir auðan. Það telst gildur kjörseðill og þá nýtist atkvæðið auk þess bara einum frambjóðanda.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2010 kl. 20:48
Theodór, það er einmitt þessu sem þarf að gefa gaum. Það eru ef til vill ekki allir sem eru í stakk búnir að undirbúa sig eins og nauðsynleg var til þess að neyta kosningaréttarins.
Guðmundur, Ég veit að ég hefði getað bara kosið einn fulltrúa.
En í félagskerfi okkar þar sem fulltrúakosning er viðhöfð óbundin, þ.e. ekki listakosning eru kosnir 5 eða fleiri í stjórn eða ráð og fá þeir þá allir jafngild atkvæði.
Síðan er talið og fær hvert nafn eitt strik eða prik þegar það fær atkvæði. Þegar búið er að fara yfir alla atkvæðaseðlana eru þeir réttkjörnir sem fá flest atkvæði. Þetta er ekki mjög flókið og er auðskiljanlegt öllum.
Svona hefur þetta verið tíðkað í óbundnum kosningum til sveitastjórna, samvinnufélaga, búnaðarfélaga, verkalýðsfélaga, kvenfélaga, veiðifélaga og nefndu það bara.
Af hverju ætti ég að kjósa einn fulltrúa þegar fulltrúatalan er 25. Og af hverju er ég neyddur til að raða jafn hæfu fólki í einhverja goggunarröð?
Af hverju getum við ekki byggt á okkar félagslegu kosningarhefðum?
Hver er ávinningurinn með þessu nýja kerfi?
Ég sé hann ekki.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.11.2010 kl. 22:19
Allt saman eru þetta lögmæt sjónarmið. Ég tek svosem ekki afstöðu til hvort þetta sé betra eða verra svona eða hinsegin. En kosningareglurnar eru eins og þær eru og ef þær breytast tekur það gildi næst þegar verður kosið.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.12.2010 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.