Reiknimeistarar

Talning og útreikningar til niðurstöðu á þessum kosningum til stjórnlagaþings er mjög flókin efir því sem ég kemst næst.

Þetta kosningakerfi hefur verið notað erlendis en þá með mikið færri frambjóðendum, en við þessar kosningar.

Í okkar dæmi eru 522 frambjóðendur en sá fjöldi hefur ekki þekkst áður í þessu kosningakerfi. Spurningin er því hvort hér geti myndast stærðfræðilegt kaos við úrlausn og talningu, þegar brot af atkvæði kjósenda þarf að að færa yfir á fleiri frambjóðendur neðar á listum.

Áhugavert væri að stærðfræðingar, tölvufræðingar og alþýðureiknimeistarar, settu upp dæmi þar sem þetta kerfi væri brúkað. Til hliðsjónar og samanburðar væri svo tekið dæmi af kosningakerfi sem lengst af hefur verið notað  í óbundnum kosningum þar sem hver frambjóðandi fær eitt jafngilt atkvæði á kjörseðlinum og ekki væri raðað upp í forgangsröð.

Það væri gaman að spá í slíkan samanburð en þetta er eðli máls töluvert verk og og ekki á færi nema manna sem eru liðtækir í tölvu- og stærðfræði.

Ekki frambjóðandiFærsluhöfundur  var ekki í framboði til stjórnlagaþings. Myndin er tekin við dilksdyr í Fljótstungurétt í Borgarfirði þar sem sauðfé er dregið í dilka eftir eyrnarmörkum og er það allt annað kerfi en við þessar kosningar.


mbl.is Kosningaþátttaka líklega um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband