Við búum við fulltrúalýðræði. Félagshefðin er að kosningar séu bundnar eða óbundnar.
Bundnar kosningar eru þegar óskað er eftir listakosningu eða það sé bundið í lögum eða félagasamþykkt að fara fram með lista skipaðan tilteknum fjölda félagsmanna eða frambjóðenda.
Óbundin kosning er þegar kjósandi kýs ákveðin fjölda fólks eða félagsmanna, sem fá jafnrétthátt atkvæði. Enginn listi.
Þegar talið er af hverjum seðli fær það nafn sem ritað er eitt strik eða prik. Ef 25 eru á seðlinum fá þeir allir atkvæði. Sá sem fær flest atkvæði er rétt kosin og svo koll af kolli þar til búið er að fylla upp í fjöldann sem kjósa á.
Ég hef verið formaður elsta búnaðarfélags landsins, stofnað 1842, og aldrei heyrt um svona kosningu þar sem einhverskonar framsal hluta atkvæðisins á sér stað.
Kjósandinn er neyddur til að raða fólki upp á lista sem hann ef til vill ekki gera. Þvert á móti gefa hverjum og einum frambjóðanda jafngilt atkvæði-sæti. Það er miklu einfaldara og veldur síður deilum og er skothelt.
Í lögum um kosningar til stjórnlagaþings er ekkert kveðið á um hvort kosningarnar séu bundnar eða óbundnar. Aðeins kveðið á um að þær séu persónukosningar sem hvergi er getið um í íslenskum orðabókum sem ég hef undir höndum.
Og af hverju fá kjósendur ekki að greiða fólki jafnrétthátt atkvæði eins og tíðkað hefur verið í félagskerfi okkar alla tíð?
Sumir halda því fram að kjósandinn hafi bara eitt atkvæði. En samt þarf að kjósa 25 fulltrúa.
Mér finnst þetta kosningakerfi meingallað og í raun óútskýrt hvernig það virkar. Það geta orði mikil málaferli út af þessu.
Getur það gerst í þessum kosningum að frambjóðandi sem yfirleitt er ef til vill neðarlega á atkvæðaseðlinum en fær allmikið fylgi nær ekki kjöri, en sá sem fær verðamætari atkvæði í eitt af t.d. 5 efstu sætunum kemst inn á færri atkvæðum?
Þessu þarf að svar.
Talað var við nærri 500 frambjóðendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.11.2010 | 18:59 (breytt kl. 19:27) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 220
- Sl. sólarhring: 286
- Sl. viku: 370
- Frá upphafi: 573688
Annað
- Innlit í dag: 210
- Innlit sl. viku: 328
- Gestir í dag: 206
- IP-tölur í dag: 205
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.