Einu sinni var íslenskufræðingur sem var með þátt um daglegt mál. Þannig vildi til að hann, eftir því sem ég man best, beygði eitthvert orð vitlaust. Hann tilkynnti svo í kjölfarið að hann mundi láta af þáttastjórninni því hann virtist taka það svo nærri sér að hafa beygt orðið vitlaust.
Þá kom nóbelsskáldið á Gljúfrasteini fram í útvarpinu og bað íslenskufræðinginn í öllum guðanabænum að hætta við að hætt. Þetta væru smámunir sem ekki þyrfti að hafa áhyggjur af. Og íslenskufræðingurinn hélt áfram með þáttinn enda er hann góður íslenskumaður.
Það er mín skoðun að Marinó eigi ekki að hætta vegna þessa máls. Alls ekki. Ég hef svo sem ekki verið sammála öllu sem fram hefur verið fært út af skuldamálefnum og ef til vill verið svolítið á hinum endanum og fengið ofanígjöf út af því hér á síðu minni. Ég lít svo á að ef maður fær eitthvað að láni þá eigi maður að skila því í sama séu allar þjóðfélagsaðstæður eðlilegar.
Aftur á móti eru aðstæður nú með þeim hætti í þjóðfélag okkar að það þarf að færa ýmislegt til annarra vega en maður hefði kosið. Hér hafa gengið yfir mikil áföll sem hafa aukið á vandræði fólks.
Marinó G. Njálsson hefur verið skeleggur málvari þeirra sem eiga í kröggum og það er alls ekki neytt óeðlilegt að berjast fyrir hagsmunum sínum og annarra.
Ég held nefnilega að almenningur sem á í erfiðleikum reiði sig nokkuð á málflutning Marinós og hann hefur verið málefnalegur og töluglöggur.
Ættu þá t.d. þeir bændur sem eru skuldugir að segja sig úr búnaðarfélögum? Ég held ekki. Menn berjast bara fyrir hagsmunum sínum hverjir sem þeir eru svo framarlega sem þeir eru lögmætir og málefnalega rétt frambornir. Þetta er stjórnarskrárvarinn réttur fólks.
Alls ekki að hætta, bara að berjast. Það er á mörgum vístöðum sem þarf að berjast nú um stundir í íslensku samfélagi.
Segir sig úr stjórn vegna umfjöllunar Fréttatímans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.11.2010 | 17:16 (breytt 19.11.2010 kl. 17:37) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 17
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 566938
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Orði sem íslenskufræðingnum skjöplaðist á, var nafnorði lækur.
Það er með vatni eins og skuldirnar það er nóg af hvoru tveggja hjá okkur.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.11.2010 kl. 17:51
Takk fyrir mig.
Marinó G. Njálsson, 18.11.2010 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.