Þær leynast víða þjóðlendurnar. Það er ánægjulegt að ný þjóðlenda bætist við safn landsmanna á þjóðlendum og þessi þjóðlenda kemur mjög á óvart.
Föðurafi konu minnar var síðasti bóndinn á Görðum á Álftanesi, Guðmundur Björnsson. Seinni kona hans hélt áfram búskap þar eftir fráfall hans.
Móðuramma mín Karítas Skarphéðinsdóttir bjó um tíma á Tröð á Álftanesi. Þannig að þau hafa þá átt upprekstur í afrétt á þessum slóðum.
Þjóðlendur eru til komnar vegna þess að við dómaframkvæmdir kom upp sú staða að til var einskis mans land, það er land án eiganda. Þá voru sett svokölluð þjóðlendulög, þar sem var ákveðið að fara í það ferli að úrskurða um mörk eignarlanda og þjólendan og stendur það ferli nú yfir.
Flest okkar hafa lært um það hvernig landnámsmenn námu land . Annars vegar með því að leiða kvígu umhverfis væntanlega jörð frá sólarupprás til sólarlags, eða að kveikja elda eða brennur umhverfis væntanlega jörð þar sem allstaðar sæist til eldanna.
Annað land var ekki formlega numið, en nýtt sem afréttir og almenningar.
Álftanesskógar eru þjóðlenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.11.2010 | 20:41 (breytt kl. 20:43) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 10
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 566931
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf er fengur að hvers konar fróðleik tengdum byggðasögu.
Þjóðlendumál þessi eru mörg hver eins og hver önnur endaleysa. Einar Gunnar Pétursson sérfræðingur á Árnastofnun ritaði fræga grein í Morgunblaðið um Geitlandsdóminn í Borgarfirði á sínum tíma. Þar komst Hæsiréttur að þeirri einkennilegu niðurstöðu að Landnáma var tekin fram yfir Reykholtsmáldaga sem er elsta varðveitta skjal íslenskt frá því um 1180. Landnáma var færð í letur um og eftir miðja 13. öld.
Ef úrlausn Hæstaréttar væri skotið Mannréttindadómstóls Evrópu eru líkindi að þessum þjóðlendulögum væri hnekkt enda byggja þau á rökleysu eins og Einar Gunnar hefir bent á.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 11.11.2010 kl. 21:36
Nú eru það ekki mannréttindi að almenningur fá eitthvert land til að fara í lautarferð án þess að einhver svokallaður landeigandi reki það í burtu.
Kjaftavaðallinn og upphrópanirnar í landeigendaaðlinum er alveg með ólíkindum. Telur sig eiga land inn til jökla sem aldrei hefur verið numið.
Svo koma stjórnmálamenn og ráðherrar vilja breyta og lækka áður ákveðna ákvörðun um kröfulýsingar sem eiga að vera í upphafi máls hinar ýtrustu.
Þar nefni ég til sögunar Árna Matthíasson og Björgvin G. Sigurðsson sem rétt fyrir kosningar bognuðu í hnjánum vegna skyndiárásar landeigendalýðsins.
Það er engin efni til að þjóðlendulögum verði hnekkt fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu, nema einhverjum undantekningarmálum.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.11.2010 kl. 07:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.