Það er slæmt þegar menn deila vegna svona mála. Vonandi elska þeir friðinn og strjúka kviðinn þessir veiðimenn.
Viðburðaríkustu rjúpnaveiðar sem ég hef farið á var þegar ég fór með Birgi frænda mínum ríðandi til rjúpna á Auðkúluheiði. En það er vandasamt. Bæði verða hrossin að vera traust og þola hvellina og einnig verður að hafa það klárt að þeim verði ekki kalt. Við veiddum töluvert þar sem Birgir þurfti að nota rjúpurnar til villibráðarkvölds á hóteli sem hann rak. Þetta var fyrir tíma sölubanns á rjúpu.
Svo þegar hann kom niður á veg með hestinn hitti hann sveitunga sína frá Siglufirði og þeir hafa sennilega haldið að þar færi Jón Austmaður afturgenginn.
Í ár fór ég til rjúpna í Austu-Húnavatnssýslu ásamt 4 öðrum. Þeir yngri mennirnir gengu upp í fjall en ég gekk hlíðar. Var ég búin að ganga 1 1/2 tíma án þess að sjá rjúpu. Svo allt í einu geng ég inn í dreif af rjúpu svona 40-50. Ég skaut 6 rjúpur en það dugir okkur hjónunum um jólin. Ég nota rússneska einhleypu og hefur hún dugað mér vel.
Umhverfisstofnun þyrfti að gefa út kort af svæðum þar sem eru þjóðlendur, afréttir og almenningar þannig að veiðimenn gætu fullvissað sig um það með óhyggjandi hætti hvar þeir megi veiða átölulaust. Við erum vissulega að borga svolítið fé vegna veiðikorta og það er ekki óeðlilegt að fá einhverja þjónustu í staðin. Slík kort gætu líka eytt deilum og úlfúð um mörk veiðilendna.
Þegar ég verð gamall maður fer ég sennilega til veiða á Massey Ferguson mótel 1958 en það er komin hefð á þær til aksturs á fáförnum vegslóðum. Væntanlega tek ég bara myndir af rjúpunni en það er vaxandi þáttur í ferðamennsku að skjóta einni mynd á rjúpurnar.
Kvartað yfir rjúpnaskyttum á fjórhjóli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.11.2010 | 17:35 (breytt 28.10.2021 kl. 20:51) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 566927
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er hægt að sjá þjóðlendumörkin á vef Óbyggðanefndar;
á www.obyggdanefnd.is --> Úrskurðir
<http://www.obyggdanefnd.is/tjodlendur141010.pdf> sýnir heildarkort yfir landið, nákvæmari uppdrættir eru með einstökum dómum.
Hinsvegar vantar þarna ýmsa almenninga sem ekki falla undi þjóðlendur, til dæmis Vaðlaheiðina, Öxnadalsheiði og ýmsar ríkisjarðir þar sem heimilt er að ganga til rjúpna.
Sammála um að Umhverfisstofnun eða kannski Skotvís ættu að birta slíkar upplýsingar.
Sveinn í Felli (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 08:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.