Borgarráð samþykkti í dag að endurskipuleggja rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Hugmyndin virðist vera að spara í rekstri með því að stækka einingarnar. Jafnframt er í fréttinni að þetta verði skoðað faglega.
Vitað er að sumir skólar geta tekið við fleiri nemendum á meðan aðrir eru að springa. Reykjavík er eitt skólahverfi en hverfamörk eru misjöfn. Foreldrar geta ráðið því í hvaða skóla þau innrita börn sín. Venjan er samt að börn innritist í þann skóla sem næst er heimili viðkomandi. Flestir foreldrar virðast hugsa um fjarlægð frá heimili til skóla og vini barna sinna. Það ætti samt að vera kostur að börnin séu í skóla sem hefur nægt pláss og hefur hagstæðari bekkjarstærðir.
Þar sem fjármagn er af skornum skammti og fyrirsjáanlegt að ekki verið ráðstöfunarfé til nýbygginga skólahúsnæðis á næstu árum er nauðsynlegt að upplýsa foreldra betur um að börn þeirra geta farið í hvern þann skóla sem þeir kjósa en innrita ber börn fyrir auglýstan innritunartíma.
Samrekstur leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila virðist því vera kostur sem huga ber vandlega að því þannig er án efa hægt að spara í rekstri. Faglega eiga þessar einingar vel saman og starfið verður heildstætt.
Þannig geta stjórnvöld frekar haft áhrif í þá átt að skólarnir verði sem jafnastir að stærð,faglega sterkir.
Vilja endurskipuleggja rekstur skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.11.2010 | 19:51 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 217
- Sl. sólarhring: 283
- Sl. viku: 367
- Frá upphafi: 573685
Annað
- Innlit í dag: 208
- Innlit sl. viku: 326
- Gestir í dag: 204
- IP-tölur í dag: 203
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.